Íslandspóstur

Óþarfa áhyggjur af tómum jöfnunarsjóði

6.12. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, segir það ekki áhyggjuefni að jöfnunarsjóður alþjónustu, sem stjórn Íslandspósts hyggst nýta til að endurgreiða fyrirhugað lán ríkissjóðs til fyrirtækisins upp á einn og hálfan milljarð króna, sé tómur. Meira »

„Þetta er svo galið“

5.12. „Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á ekki 1.100 milljónir fyrir fátækasta fólkið í landinu en hún á 1.500 milljónir til að hella í gjaldþrota ohf. sem vitað hefur verið mjög lengi að stefndi í gjaldþrot út af slæmum rekstri,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Meira »

Hyggst greiða lánið í gegnum jöfnunarsjóð

5.12. Stjórn Íslandspósts hyggst endurgreiða fyrirhugað lán ríkissjóðs til fyrirtækisins upp á einn og hálfan milljarð króna, til þess að hægt verði að tryggja rekstur þess til loka næsta árs, með greiðslu framlags úr jöfnunarsjóði alþjónustu. Meira »

Sakar Íslandspóst um brot gegn sátt

5.12. Félag atvinnurekenda sakar Íslandspóst um að brjóta gegn sátt sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið í febrúar á síðasta ári en samkvæmt því bar því að reka félagið ePóst ehf. í dótturfélagi og jafnframt reikna markaðsvexti á skuld þess við móðurfélagið. Meira »

Endurlán bundið skilyrðum

5.12. Tillögu meirihluta fjárlaganefndar um að endurlána allt að 1,5 milljarða til Íslandspósts fyrir þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið fylgja ýmis skilyrði. Meira »

Samþykkja að veita Íslandspósti neyðarlán

3.12. Fjárlaganefnd Alþingis samþykkti breyt­ing­ar­til­lögu meiri­hluta nefnd­ar­inn­gar á fundi sínum í dag þess efnis að ríkissjóður fái heimild til að veita Íslandspósti einn og hálfan milljarð til að mæta fjárhagsvanda fyrirtækisins. Meira »

Vilja að umsýslugjald Íslandspósts hækki

3.12. Samkeppnisstaða íslenskrar netverslunar er erfið í því umhverfi sem hún býr við. Ekki er nóg með að sendingarkostnaður, bæði innanlands og til annarra landa sé hár í öllum samanburði, heldur er sendingarkostnaður af póstsendingum sem hingað berast frá Kína og öðrum þróunarríkjum, niðurgreiddur. Meira »

Fjárfest fyrir 5,8 milljarða

26.11. Frá 2006 hefur Íslandspóstur (ÍSP) varið rúmlega 5,8 milljörðum króna í fjárfestingar í fasteignum, lóðum, áhöldum, tækjum og bifreiðum. Á móti hafa eignir fyrir rúmar 600 milljónir króna verið seldar. Nettófjárfesting á tímabilinu er því rúmir fimm milljarðar króna. Meira »

1.500 milljóna endurfjármögnun

15.11. „Það er ljóst að það þurfti að endurfjármagna fyrirtækið og við höfum í sjálfu sér ekki tæmt þá umræðu,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, í samtali við mbl.is um heimild til að endurlána Íslandspósti allt að 1,5 milljörðum króna árið 2019. Meira »

Heildarlaun hækkað um 62%

14.11. Fram kemur í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis vegna fjárlaga fyrir næsta ár að frá árinu 2011 hafa launagjöld og almannatryggingar hækkað hlutfallslega meira en önnur gjöld. Á hinn bóginn hafa fjárfesting og kaup á vörum og þjónustu dregist hlutfallslega saman. Meira »

Mega ekki fella niður viðbótarafslátt

7.11. Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar frá því í október í fyrra um að Íslandspósti hafi ekki verið heimilt að fella niður viðbótarafslætti sína hjá söfnunaraðilum á póstmarkaði. Meira »

Munu þurfa að hlaupa á ný undir bagga með Póstinum

2.11. Allt stefnir í að tap Íslandspósts af bréfum sem fara í gegnum fyrirtækið á grundvelli einkaréttar þess á sendingum af því tagi muni verða 450 milljónir umfram þær áætlanir sem fyrirtækið lagði upp með í upphafi árs. Þetta staðfestir Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts. Meira »

Fjárfest í skugga taprekstrar

1.11. Þegar stjórn Íslandspósts ákvað að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir undir lok síðasta árs var ekki gert ráð fyrir þeim taprekstri sem nú hefur raungerst. Meira »

Auka styrki eða draga úr þjónustu

31.10. „Við erum með þessu málþingi að kalla fleiri til ábyrgðar á því að finna lausnir á vanda póstþjónustunnar hér landi,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts hf., um opinn fund um póstþjónustu sem haldinn var í Hörpu í gær. Meira »

Staða póstsins rædd á málþingi

26.10. Íslandspóstur mun í næstu viku ræða breytingar á starfsemi sinni og þær áskoranir sem þeim fylgja á opnu málþingi en Íslandspóstur hefur verið í rekstrarvanda síðustu ár. Meira »

Hleypur á hundruðum milljóna

24.9. Rekja má stóran hluta af tapi Íslandspósts til niðurgreiðslna fyrirtækisins á erlendum póstsendingum en kostnaðurinn hleypur á hundruðum milljóna. Meira »

Vilja sjá forsendur fyrir lánveitingu

17.9. Félag atvinnurekenda vill að fjárlaganefnd Alþingis skoði vel ástæður tapreksturs Íslandspósts áður en 500 milljóna lánveiting til félagsins er samþykkt í fjáraukalögum, en tilkynnt var um lánið, með fyrirvara um heimild í fjáraukalögum, á vef Stjórnarráðsins á föstudaginn. Meira »

Lánar Íslandspósti 500 milljónir

14.9. Ríkissjóður hefur veitt Íslandspósti 500 milljóna króna lán til allt að 12 mánaða til að styrkja lausafjárstöðu félagsins, með fyrirvara um heimild í fjáraukalögum. Meira »

Engin arðsemi í sendingum frá Kína

31.8. Uppgjör Íslandspósts fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýnir að afkoma hafi versnað um 260 milljónir króna. Heildartekjur fyrirtækisins lækka um 64 milljónir eða um 2% á tímabilinu, að því er segir í fréttatilkynningu Íslandspósts. Bréfum fækkar um 12% milli ára. Meira »

Minnka þjónustu en hækka verð

30.8. Íslandspóstur hefur farið fram á 8% hækkun á gjaldskrá sinni. Í febrúar síðastliðnum fékk fyrirtækið heimild frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til að draga úr útburðarþjónustu sinni. Í kjölfarið fækkaði dreifingardögum í þéttbýli um helming. Meira »

Hagnaður Íslandspósts nær tvöfaldast milli ára

25.2. Forstjóri Íslandspósts segir mikið tap hafa verið á samkeppnisrekstri fyrirtækisins á óvirkum mörkuðum en að tapinu hafi m.a. verið mætt með hagnaði af einkaréttarstarfsemi og annarri starfsemi. Meira »

Sigríður ráðin yfir starfsmannamál Íslandspósts

16.2. Sigríður Indriðadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Íslandspósts. Sigríður tekur við stöðunni af Andrési Magnússyni sem lét nýverið af störfum eftir áratuga starf hjá Íslandspósti og þar áður hjá Pósti og síma. Meira »

Framtíð póstþjónustu pólitísk spurning

31.1. Starfsemi Íslandspósts hefur verið rekin með tapi undanfarin fjögur ár. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, segir stjórnvöld verða að svara því á næstu árum hvernig greiða eigi niður tap sem verður til vegna póstdreifingar á óvirkum markaðssvæðum. Meira »

Pósturinn þarf að endurskoða gjaldskrár

24.1. Félag atvinnurekenda fagnar ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar frá því í gær, sem felur í sér að Íslandspósti sé gert að lækka gjaldskrár sínar til að mæta því hagræði sem fylgja mun áformaðri fækkun dreifingardaga í þéttbýli. Meira »

Kalla eftir gegnsæi um rekstur Póstsins

15.8.2017 Meiri upplýsingar um rekstur og stöðu Íslandspósts þurfa að liggja fyrir áður en nýtt frumvarp til laga um póstþjónustu verður tekið til umræðu. Þá er með ólíkindum að stjórnendur Íslandspósts hafi í fjölda ára getað komið sér undan því að svara spurningum um fjármögnun fjárfestinga í samkeppnisþjónustu. Meira »

Breytt landslag á póstmarkaði?

14.7.2017 Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, fagnar drögum að frumvarpi um afnám einkaréttar ríkisins á sviði póstþjónustu. Fyrirhugaðar breytingar vekja ýmsar spurningar, t.d. hvernig á að greiða fyrir lögbundna alþjónustu og hvort aðrir geti veitt Póstinum raunverulega samkeppni. Meira »

Stöðva niðurfellingu magnafsláttar

30.6.2017 Póst- og fjarskiptastofnun hefur tekið bráðabirgðaákvörðun um að heimila ekki Íslandspósti að fella niður svokallaðan viðbótarafslátt vegna reglubundinna viðskipta. Ákvörðunin skiptir fyrirtækin Burðargjöld og Póstmarkaðinn mestu máli, en þau hafa safnað pósti frá stórnotendum og miðlað áfram til Íslandspósts og þannig fengið aukinn magnafslátt til sín. Meira »

Skipun nefndarinnar í vinnslu

27.4.2017 Skipun eftirlitsnefndar sem tilkynnt var um í kjölfar sáttar Samkeppniseftirlitsins og Íslandspósts í febrúar er í vinnslu. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir það ekki óeðlilegt að ekki sé búið að skipa nefndina 10 vikum eftir að sáttin var kunngjörð. Meira »

Færri dreifingardagar spara 200 milljónir

1.3.2017 Sparnaður Íslandspósts af því að fækka dreifingardögum póstsendinga í sveitum landsins í apríl í fyrra nemur um 200 milljónum króna árlega. Beinn sparnaður vegna færri vitjana er um 170 milljónir, en auk þess hefur svigrúm til flokkunar aukist sem einnig hefur aukið sparnað. Þetta kemur fram í skýrslu sem Íslandspóstur skilaði um breytinguna til Póst- og fjarskiptastofnunar. Meira »

Viðsnúningur í rekstri Íslandspósts

27.2.2017 Íslandspóstur hagnaðist um 121 milljón króna á síðasta ári samanborið við 118 milljóna króna tap árið 2015. Rekstartekjurnar námu rúmum 8.524 milljónum króna sem er 12,2% aukning milli ára. EBITDA nam 726 milljónum króna en EBITDA-hlutfall er 8,5% af tekjum miðað við 4,8% árið áður. Meira »