Íslendingur skotinn til bana í Mehamn

„Ég kunni aldrei við Gunnar“

29.6. Kolbjørn Kristoffersen kokkur og leiðsögumaður var náinn vinur Gísla Þórs heitins en hafði illan bifur á hálfbróður hans. Kristoffersen sagði mbl.is frá sambandi þeirra Gísla auk þess sem farið er yfir það sem mbl.is fékk að heyra í Mehamn um aðfaranótt 27. apríl. Meira »

Fátækara samfélag án Íslendinga

25.6. Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik, fer ekki í neinar grafgötur með dálæti sitt á Íslendingum með víkingaeðli sem hann segir hreina lyftistöng fyrir atvinnulíf staðarins, en auk þess ræddi hann aukna fíkniefnaneyslu og deildi sýn sinni á löggæslumál með mbl.is. Meira »

„Þyrfti þá að læra íslensku“

24.6. Prestekla er viðvarandi vandamál í ystu byggðum Noregs. Gabriel Are Sandnes var beðinn að þiggja brauðið í Gamvik í nokkrar vikur þrátt fyrir að vera löngu farinn á eftirlaun. Hann ræddi við mbl.is um sorgina á hjara veraldar, þverrandi kirkjusókn og spíritisma. Meira »

„Munum aldrei mæta á mínútunni“

22.6. Lögreglan í Finnmörku hefur legið undir ámæli fyrir meintan banvænan viðbragðstíma í Mehamn-málinu. Øyvind Lorentzen umdæmisstjóri ræddi við mbl.is um áskoranir við löggæslu í tæplega 49.000 ferkílómetra fylki og karllæga samfélagsskipan norðan heimskautsbaugs. Meira »

Mörk hins byggilega heims

21.6. Skynsemi þess að mæta í leðurjakka og stuttermabol til nyrsta landfasta punkts heimsálfunnar er umdeilanleg. Munurinn á hitastiginu í Ósló og Mehamn er tveggja stafa tala og finnst glöggt á eigin skinni strax við fyrstu skrefin á flughlaðinu við flugvöll staðarins sem telur eina einustu flugbraut. Meira »

Gæsluvarðhald framlengt yfir Gunnari

28.5. Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem grunaður er um að hafa orðið hálfbróður sínum Gísla Þór Þórarinssyni að bana. Lögreglan segir hins vegar rangt að Gunnar hafi brotið gegn nálgunarbanni líkt og áður hefur verið haldið fram. Meira »

Hringdi í lögreglu í fjóra tíma

27.5. Lögreglan í Finnmörku liggur undir þungu ámæli fyrir vinnubrögð í Mehamn-málinu í apríl. Gunnar Jóhann sendi kærustu hálfbróður síns fjölda ógnandi SMS-skilaboða. Bæjarstjóri í Gamvik telur viðbrögð lögreglu óverjandi. Meira »

„Hann útvegaði vopnið sama morgun“

15.5. „Við höfðum ekkert í höndunum sem styður það að grunaði hafi haft aðgang að vopni áður en manndrápið átti sér stað,“ sagði Torstein Pettersen, stjórnandi rannsóknar Mehamn-málsins, í samtali við mbl.is í gær. Meira »

Vettvang þarf að tryggja eins og í Noregi

15.5. „Þetta hafa ekki verið auðveldar 40 mínútur hjá þeim en samt virðingarvert við þá að hafa ekki anað inn,“ segir Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, um kollega sína í Noregi sem biðu í 40 mínútur fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar meðan honum blæddi út. Meira »

Segja lögreglu hafa vitað af vopni

14.5. Aðstandendur Gísla Þórs Þórarinssonar höfðu gefið lögreglu ábendingu um að Gunnar hálfbróðir hans hefði mögulega aðgang að skotvopni áður en til harmleiksins í Mehamn kom. Meira »

Blæddi út á meðan þeir biðu

14.5. Sjúkraflutningamenn þurftu að bíða eftir lögreglunni í 40 mínútur fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar í Mehamn þar sem þeir máttu ekki fara inn í húsið án lögreglu. Gísla blæddi út á meðan, segir í frétt norska ríkisútvarpsins í morgun. Meira »

Blæddi út eftir skot í læri

8.5. Íslenska sjómanninum Gísla Þór Þórarinssyni blæddi út eftir að hann fékk skot í lærið. Þetta eru frumniðurstöður krufningar að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Finnmörku. Rannsókn hefur þá leitt í ljós að vopnið fengu sakborningar í hendur daginn sem Gísli Þór var myrtur. Meira »

Fellur ekki frá grunsemdum

6.5. „Hann hefur þá stöðu enn að vera grunaður um samverknað,“ sagði Anja Mikkelsen Indbjør, saksóknari Finnmerkurlögreglunnar, þegar mbl.is spurði hana út í réttarstöðu manns sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi í Mehamn-málinu á fimmtudaginn. Meira »

Ákæruvaldsins að ákveða

4.5. „Ég met það ekki svo að hann eigi á hættu að verða ákærður,“ segir Jens Herstad, verjandi meints samverkamanns í Mehamn-málinu, í samtali við mbl.is. Hann segir ákvörðun þar um þó alfarið ákæruvaldsins. Meira »

Fundu blóð í bíl sem Gunnar var í

3.5. Tæknideild norsku lögreglunnar hefur rannsakað bíl sem talið er að Gunnar Jóhann Gunnarsson og annar Íslendingur hafi yfirgefið vettvang morðsins á Gísla Þór Þórarinssyni aðfaranótt laugardags. Blóð fannst í bílnum. Meira »

Fær mikinn stuðning á erfiðum tímum

3.5. „Það hefur verið gott að upplifa þennan frábæra stuðning. Það hafa allir hugsað vel um mig og börnin mín,“ segir Elena Unde­land, unnusta Gísla Þórs Þór­ar­ins­son­ar heit­ins, í viðtali við staðarmiðilinn í Finnmörku í Noregi. Meira »

Meintur samverkamaður laus úr haldi

2.5. Meintur samverkamaður Gunn­ars Jó­hanns Gunn­ars­sonar, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þór­ar­ins­son hálf­bróður sinn í Mehamn í Finn­mörku aðfaranótt laug­ar­dags, er nú laus úr haldi eftir að áfrýjunardómstóll felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms. Meira »

„Hann gaf okkur samfellda lýsingu“

2.5. „Nú bíðum við eftir lokaskýrslu tæknirannsókna hvað vettvang, vopn og hinn látna snertir. Hann [grunaði] hefur greint okkur frá sínum hluta í því sem gerðist,“ segir Torstein Pettersen rannsóknarlögreglumaður, stjórnandi rannsóknar Mehamn-málsins, í samtali við mbl.is í kvöld. Meira »

Um fjörutíu vitni yfirheyrð

2.5. Um fjörutíu vitni hafa verið yfirheyrð vegna dauða Gísla Þórs Þórarinssonar í Noregi. Tæknirannsókn á vettvangi er að ljúka og tekin hafa verið sýni sem verða rannsökuð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Finnmörku. Meira »

„Hann er í rúst“

1.5. „Hann er í rúst. Við sjáum hvað rannsókn lögreglunnar leiðir í ljós, en eftir því sem hann hefur sagt mér heimsótti hann bróður sinn bara til að lesa honum pistilinn,“ sagði Vidar Zahl Arntzen, verjandi Gunnars Gunnarssonar, í samtali við mbl.is rétt í þessu. Meira »

„Gísli var rifinn af okkur“

30.4. Elena Undeland, eftirlifandi kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar, hefur hleypt af stokkunum söfnun til að flytja jarðneskar leifar Gísla heitins til jarðsetningar á Ísafirði. Hún birtir innslag á Facebook sem mbl.is fékk leyfi til að greina frá. Meira »

Játaði að hafa skotið Gísla

30.4. Gunn­ar Jó­hann Gunn­ars­son, sem grunaður er um að hafa orðið að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálf­bróður sinn í Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags, játaði að hafa orðið honum að bana þegar hann var handtekinn. Þetta segir lögfræðingur lögreglunnar í Finnmörku. Meira »

Áfrýjar gæsluvarðhaldsúrskurðinum

30.4. Meintur samverkamaður Gunn­ars Jó­hanns Gunn­ars­sonar, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson hálf­bróður sinn í Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags, hefur áfrýjað gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms. Meira »

Var úrskurðaður í viku gæsluvarðhald

30.4. Báðir mennirnir sem norska lögreglan er með í haldi vegna dauða íslensks sjómanns í Mehamn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Norska ríkisútvarpið NRK greindi frá því fyrir skemmstu að lögregla hefði fengið samþykkt vikulangt gæsluvarðhald yfir meintum samverkamanni Gunn­ars Jó­hanns Gunn­ars­sonar. Meira »

Gunnar úrskurðaður í fjórar vikur

29.4. Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla hálfbróður sinn til bana í Mehamn um helgina, var rétt í þessu úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Vadsø. Meira »

Var í alla staði eðalmenni

29.4. Fyrrverandi vinnuveitandi Gísla Þórs Þórarinssonar, sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfararnótt laugardagsins í þorpinu Mehamn nyrst í Noregi, segir hann hafa verið til fyrirmyndar. Hann hafi verið ábyrgur og skilningsríkur starfsmaður og átt auðvelt með að eiga í samskiptum við aðra. Meira »

Með marga dóma á bakinu

29.4. Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörku í Noregi hefur frá árinu 1999 hlotið fjölda dóma og verið gert að sæta sektum, meðal annars fyrir nauðgun, frelsissviptingu og alvarlega líkamsárás. Meira »

Þurfa líka að yfirheyra fólk hér á landi

29.4. Norska lögreglan gerir ráð fyrir að yfirheyra þurfi nokkra einstaklinga hér á landi vegna andláts íslensks sjó­manns sem skot­inn var til bana í þorp­inu Mehamn í Finn­mörku aðfaranótt laug­ar­dags. Þetta segir Silja Arvola, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Finnmörku, í samtali við mbl.is. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Mehamn

29.4. Íslenski sjómaðurinn sem skotinn var til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur sjómaður. Hann lætur eftir sig unnustu og fósturbörn. Meira »

Mikilvægur hluti okkar samfélags

29.4. Fámennt og afskekkt samfélag í Norður-Noregi er í sárum vegna harmleiks sem varð í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags. Fertugur íslenskur sjómaður var skotinn til bana og hálfbróðir hans var handtekinn í kjölfarið grunaður um að hafa banað honum. Meira »