Jarðskjálftahrina við Grímsey

Jarðskjálftahrina hófst á stóra Tjör­nes­brota­belt­inu 14. febrúar 2018 og hafa hundruð skjálftar mælst í grennd við Gríms­ey. 

Jarðskjálftahrina við Grímsey

18.3. Jarðskjálftahrina hófst skömmu eftir miðnætti um 10 km norðaustur af Grímsey. Stærsti yfirfarni skjálftinn var 3,3 að stærð klukkan 03:43. Meira »

Nokkrir skjálftar yfir 2 stig

23.2.2018 Jörð heldur áfram að skjálfa við Grímsey. Flestir eru skjálftarnir litlir en í nótt urðu nokkrir skjálftar um og yfir 2 stig. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

20.2.2018 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Minni skjálftar í nótt

20.2.2018 Tugir skjálfta urðu við Grímsey í nótt en allir voru þeir litlir, sá stærsti var 2,2 stig. 71 jarðskjálfti yfir 3 að stærð hefur orðið á landinu síðustu tvo sólarhringa. Meira »

Búist við enn stærri skjálfta

20.2.2018 Skjálftahrinur eru algengar á Grímseyjarbeltinu, en hrinur af svipaðri stærð og sú sem nú stendur yfir urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og í apríl 2013. Meira »

Um 60 skjálftar yfir 3 í dag

19.2.2018 Alls hafa um sextíu jarðskjálftar yfir 3 á stærð mælst við Grímsey frá miðnætti. Frá klukkan 17 á laugardaginn hafa skjálftarnir verið 71 talsins. Meira »

„Ekki merki um kvikuhreyfingar“

19.2.2018 Jarðskjálftahrinan við Grímsey hefur staðið yfir frá því í lok janúar er staðsett sunnarlega í eldstöðvakerfinu Nafir og því hefur verið fylgst vel með kvikuhreyfingum í tengslum við jarðskjálftanna. Engin merki eru þó um slíkar hreyfingar að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings. Meira »

Tengist frekar flekahreyfingum en kvikuhreyfingum

19.2.2018 Upptök stóru jarðskjálftanna sem urðu við Grímsey í morgun voru á svonefndu Grímseyjarbelti, norðarlega í Skjálfandadjúpi, og á 10 km dýpi. Þar eru skjálftahrinur algengar. Hrinur af svipaðri stærð og þessi urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og í apríl 2013. Meira »

Mikilvægt að tryggja svefnstaði

19.2.2018 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar, segir í samtali við mbl.is að íbúum í Grímsey verði síðar í dag sent dreifibréf um það hvernig fyrirbyggja megi eignatjón vegna jarðskjálfta og hvernig bregðast eigi við ef eignatjón verður. Meira »

Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálfta

19.2.2018 Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Jarðskjálftahrina austan við Grímsey heldur áfram en undir morgun mældist skjálfti upp á 5,2. Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

19.2.2018 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

19.2.2018 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Hrinan mjög óvenjuleg

19.2.2018 Ekkert lát er á jarðhræringunum í grennd við Grímsey, á svonefndu Tjörnesbrotabelti. Í gær mældust þar sex skjálftar yfir þremur stigum. Meira »

Tveir skjálftar 4 að stærð

19.2.2018 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram en í nótt urðu tveir skjálftar 4 að stærð og fundust þeir á Akureyri og Húsavík.  Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

18.2.2018 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

18.2.2018 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Tæplega 1.800 skjálftar á sólarhring

17.2.2018 Skjálftahrinan við Grímsey heldur ótrauð áfram og hafa tæplega 1.800 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. „Það er engin sérstök breyting greinanleg, þetta er á mjög svipuðu róli og undanfarið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Enn skelfur við Grímsey

17.2.2018 Skjálftavirkni heldur áfram við Grímsey, en frá miðnætti hafa mælst 570 skjálftar. Stærsti skjálftinn reyndist 3,7 af stærð og reið hann yfir klukkan 06:33 í morgun. Flestir skjálftarnir hafa verið 10-14 kílómetra norðaustur af Grímsey. Meira »

Skjálfti af stærð 3,9 við Grímsey

17.2.2018 Jörð hélt áfram að skjálfa við Grímsey í kvöld og rétt fyrir miðnætti mældist jarðskjálfti af stærð 3,9 um 12 kílómetra norðaustur af eynni. Alls hafa 11 skjálftar, 3 eða stærri, mælst í grennd við Grímsey síðasta sólarhring. Meira »

Mesta skjálftahrina í Grímsey frá 2013

16.2.2018 „Það hefur verið óvenjumikið af skjálftum á þessu svæði það sem af er ári,“ segir Sigþrúður Ármanns­dótt­ir, sér­fræðing­ur Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is. Þetta er mesta skjálftahrina á þessu svæði síðan í apríl 2013 þegar kröftug hrina varð í kjölfar skjálfta af stærðinni 5,5 á svipuðum slóðum. Meira »

Íbúar í Grímsey rólegir yfir skjálftahrinunni

16.2.2018 „Við erum vön þessu og erum ekki mikið að kippa okkur upp við þetta. Mér var reyndar ekki alveg sama þegar sá stærsti kom í gær,“ segir Guðbjörg Henningsdóttir íbúi í Grímsey. Öflug skjálftahrina hefur verið Grímsey undanfarið. Meira »