Lúsmý bítur landann

Heilsugæslan gefur ráð gegn lúsmýi

5.7. Ekkert lát virðist vera á lúsmýinu sem herjað hefur á landann í sumar. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ráðleggingar um hvernig skuli forðast bit og hvernig má meðhöndla bit. Meira »

Meindýraeyðir man eftir fyrsta lúsmýinu

27.6. „Þetta er þetta helvítis lúsmý,“ sagði húsmóðir í Grafarvogi við meindýraeyði árið 2013. Ekki orðrétt, samt. Á þessum tíma var ekki komið íslenskt orð yfir þessa pöddu, sem gerir fólki nú lífið leitt. Meira »

Sala á viftum margfaldast vegna lúsmýs

25.6. Sala á borðviftum hefur margfaldast í sumar, miðað við fyrri ár. Ekki er það eingöngu hitinn sem veldur heldur hræðsla við hið alræmda lúsmý. Meira »

„Erfiðasta ætt flugna að rannsaka“

24.6. „Þetta er erfiðasta ætt flugna að rannsaka,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands, um lúsmý. Hann er sannfærður um að lúsmý sé ekki nýr landnemi á Íslandi og telur það hafa verið hér að minnsta kosti í nokkra áratugi. Meira »

Fælandi ilmolíur uppseldar í apótekum

23.6. Í apótekunum tveimur sem eru með opið nú um helgina á höfuðborgarsvæðinu eru ilmolíur sem fæla frá lúsmý uppseldar. Annar varnarbúnaður gegn aðgangshörðu lúsmý rýkur út eins og heitar lummur. Meira »

Lúsmýið komið í Vesturbæinn

23.6. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi er nýjasta fórnarlamb lúsmýsins, sem virðist hafa ratað alla leið í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún ætlar að uppræta skaðvaldinn á heimili sínu. Meira »

Lúsmý hindraði róður kringum landið

21.6. Lúsmý og veikindi hafa verið nokkur fyrirstaða fyrir róður Veigu Grétarsdóttur síðustu vikuna, en Veiga hefur nú róið rangsælis á kajak í kringum landið síðasta rúma mánuðinn og hefur nú lokið um þriðjungi leiðarinnar. Meira »

Lausnin við lúsmý fundin

21.6. Hið herfilega lúsmý sem herjar á landann er argasta pest enda eru bit þess afar óþægileg. En hvað er til ráða?   Meira »

Lúsmý spýtir ensími í stungurnar

20.6. Í stillum og hlýju veðri eins og verið hefur undanfarið getur lúsmýið flogið út um allt. Það hefur dreift sér víða í sumarbústaði og heimahús í sveitum og bítur á nóttunni,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands. Meira »

Illa bitnir hafa framvísað lyfseðlum

18.6. Nokkur dæmi eru um að viðskiptavinir Lyfju í Lágmúla hafi framvísað lyfseðlum vegna mjög slæmra lúsmýsbita að sögn Borghildar Eiríksdóttur, lyfjafræðings í Lyfju. Ráðlagt er að bera sterakrem á bit til að bregðast við bólgum og kláða. Meira »

„Lúsmýið er komið á Skagann“

18.6. Lúsmýið er komið á Skagann að sögn Söndru Steingrímsdóttur, lyfjafræðings í Apóteki Vesturlands á Akranesi, en þangað leituðu fjölmargir um helgina eftir að hafa verið bitnir af lúsmýi eða til að fyrirbyggja bit. Meira »

„Við höfum ekki séð annað eins“

18.6. Hjördís Björk Ólafsdóttir, lyfjafræðingur í Apótekaranum á Selfossi segir að aldrei hafi verið jafn mikil eftirspurn á Suðurlandi eftir flugnafælum og lyfjum við bitum og nú. Meira »

Vaknaðir þú öll bitin í morgun?

14.6. Landsmenn kvarta töluvert yfir bitum lúsmýs þessa dagana. Hvað er til ráða? Hvað getum við gert til að fyrirbyggja bit og hvað getum við gert þegar við vöknum útbitin? Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni segir að það sé mikilvægt að gera þetta. Meira »