Mótmæli í París

Meirihluti hraðamyndavéla ónýtur

10.1. Mótmælendur í gulum vestum í Frakklandi hafa eyðilagt næstum 60% allra hraðamyndavéla í landinu samkvæmt innanríkisráðherra Frakklands, sem segir skemmdarverkin ógn við umferðaröryggi og stefni lífi fólks í hættu. Meira »

Boxari handtekinn fyrir ofbeldi

7.1. Franska lögreglan handtók í dag fyrrverandi atvinnumann í hnefaleikum sem sló lögreglumann í París á laugardag þegar mótmæli gulvestunga stóðu yfir. Höggið náðist á mynd og sýnir vel ofbeldið sem hefur einkennt mótmælin að undanförnu. Meira »

Reynt að flýta aðgerðum í Frakklandi

17.12. Franska ríkisstjórnin leggur allt kapp á að koma skattalækkunarfrumvarpi sem og hækkun lágmarkslauna í gegnum þingið sem fyrst. Með þessu vonast ríkisstjórnin til þess að mótmælum gulu vestanna ljúki. Meira »

Mótmælendum fækkar í Frakklandi

15.12. Hópar svo nefndra gulvestunga mótmæltu á götum Frakklands í dag, fimmtu helgina í röð, og höfðu tugþúsundir lögreglumanna verið kallaðir út kæmi til átaka og óeirða eins og hef­ur gerst undanfarnar helgar. Umtalsvert færri hafa hins vegar tekið þátt í mótmælunum þessa helgina. Meira »

Hvetja mótmælendur til að halda að sér höndum

13.12. Franska ríkisstjórnin hvetur mótmælendur (svonefnda gulvestunga) til þess að stilla sig í mótmælum um helgina vegna mikils álags á lögreglu og her vegna hryðjuverkaárásar á jólamarkaði í Strassborg í vikunni. Meira »

Mótmælandi varð fyrir bíl

13.12. „Gulvestungur“ lést í gærkvöldi eftir að hafa orðið fyrir flutningabíl á hringtorgi við útkeyrslu af hraðbrautinni skammt frá Avignon í Suður-Frakklandi. Meira »

Mótmælendur saka Macron um blekkingar

11.12. Mótmælendur, eða „gulu vestin“ svonefndu gáfu lítið fyrir loforð Emmanuel Macrons Frakklandsforseta í sjónvarpsávarpi sínu í gærkvöldi. „Vitleysa“, „látalæti“ og „dropi í hafið“ voru meðal þeirra viðbragða sem AFP-fréttaveitan fékk hjá mótmælendum eftir ræðu Macrons. Aðrir töldu viðleitnina lofsverða. Meira »

Lofar launahækkunum og skattaívilnunum

10.12. Emmanuel Macron Frakklandsforseti lofar frönsku þjóðinni hækkun lágmarkslauna og skattaívilnunum í tilraun til þess að lægja mótmælaölduna sem geisað hefur í landinu undanfarnar vikur. Þetta kom fram í sjónvarpsávarpi forsetans nú í kvöld Meira »

„Rógburður“ að Rússar kyndi undir mótmælum

10.12. Rússnesk stjórnvöld neita að eiga nokkurn þátt í að kynda undir mótmælaöldu „gulu vestanna“ svonefndu í Frakklandi. Greindi breska dagblaðið Times frá því á laugardag að rússneskir samfélagsmiðlareikningar hafi verið notaðir til að hvetja til aukins óróa í landinu. Meira »

Reynir að stilla til friðar

9.12. Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, mun ávarpa frönsku þjóðina á morgun í því skyni að reyna að stilla til friðar í landinu í kjölfar mótmælaöldu sem kennd er við „gulu vestin“. Hann mun kynna „áþreifanlegar“ aðgerðir en hækkun lágmarkslauna verður ekki ein af þeim. Meira »

Mótmælin hamfarir fyrir hagkerfið

9.12. Ofbeldi sem tengist mótmælum „gulu vestanna“ í Frakklandi eru eins og hamfarir fyrir efnahag landsins, segir franski fjármálaráðherrann Bruno Le Maire. Meira »

„Veðrið ömurlegt og ríkisstjórnin líka“

9.12. Mikið hreinsunarstarf beið starfsmanna Parísarborgar í morgun eftir að mótmælendur lentu í átökum við óeirðalögregluna í gærkvöldi og nótt. Um þúsund manns voru handteknir í gær. Meira »

„Gulu vestin“ mótmæla í Brussel

8.12. Mótmæli sem kennd eru við gul vesti fara ekki einungis fram í Frakklandi heldur líka Belgíu. Lögreglan í höfuðborginni Brussel þurfti að beita táragasi og vatnsþrýstibyssum gegn mótmælendum í dag. Um 400 manns voru handteknir. Meira »

Yfir 650 manns handteknir í París

8.12. Fjöldi þeirra sem franska lögreglan hefur handtekið í dag vegna enn einna mótmælanna sem skipulögð eru af hópi sem nú er kallaður „gulu vestin“ er gríðarlegur. Síðustu fregnir herma að um 650 manns hafi verið handteknir frá því í morgun. Meira »

Hundruð handtekin í París

8.12. Franska lögreglan handtók í morgun 278 manns í París við upphaf enn einna mótmælanna í landinu sem skipulögð eru af hópi sem nú er kallaður „gulu vestin“. Meira »

Loka Eiffel-turninum vegna mótmæla

7.12. Eiffel-turninum og fleiri ferðamannastöðum í París verður lokað á morgun vegna ótta um að upp úr sjóði í mótmælum gulu vestanna svonefndu gegn frönskum stjórnvöldum. BBC segir 89.000 lögreglumenn verða á vakt víðs vegar um Frakkland og að brynvarðir bílar verði notaðir í höfuðborginni. Meira »

Þyrftir að vera bæði heyrnarlaus og blindur

5.12. „Þú þarft að vera bæði heyrnarlaus og blindur til þess að heyra hvorki né sjá þessa miklu reiði,“ sagði forsætisráðherra Frakklands, Édourard Philippe, eftir að hafa kynnt ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fresta skattahækkunum og auka fjárframlög til fátækra. Meira »

Neyðarfundur í París

2.12. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hefur boðað ráðherra í ríkisstjórninni á sinn fund síðar í dag og er um neyðarfund að ræða vegna mótmæla gegn ríkisstjórninni í París í gær. 133 slösuðust í mótmælunum en gríðarlegar skemmdir voru unnar á mannvirkjum og lausamunum víða um borgina. Meira »