Boxari handtekinn fyrir ofbeldi

Franska lögreglan handtók í dag fyrrverandi atvinnumann í hnefaleikum sem sló lögreglumann í París á laugardag þegar mótmæli gulvestunga stóðu yfir. Höggið náðist á mynd og sýnir vel ofbeldið sem hefur einkennt mótmælin að undanförnu.

Á myndinni sést Christophe Dettinger, 37 ára, sem áður keppti í þungavigt, slá nokkra lögreglumenn niður. 

Dettinger hefur starfað fyrir yfirvöld í úthverfi Parísar en hann var þekktur innan hnefaleikaheimsins sem sígauninn frá Massy. Að sögn innanríkisráðherra Frakklands, Christophe Castaner, gaf Dettinger sig fram við lögreglu í dag. Hann var handtekinn á staðnum og verður ákærður. 

Talið er að um 50 þúsund gulvestungar hafi tekið þátt í mótmælum í Frakklandi á laugardag. Nokkrir mótmælendur reyndu að komast inn í byggingu sem hýsir skrifstofu talsmanns ríkisstjórnarinnar, Benjamin Griveaux, í París og notuðu þeir gaffallyftara til verksins. Varð lögregla að bjarga Griveaux og starfsfólki skrifstofunnar út. Stjórnvöld fordæma atvikið og segja það óásættanlega árás á lýðveldið. mbl.is
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
Arkitektar og verkfræðingar: Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4 til leigu
Til leigu er 230 fermetra skrifstofurými í austurenda á 5. og efstu hæð Bolholts...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...
Bækur til sölu
Til sölu ýmsar áhugaverðar bækur um ættfræði og byggðasögu, þjóðsögur og ýmsan a...