Óveður í desember 2015

20-25 bótaskyld tjón á Austurlandi

12.1.2016 Útlit er fyrir að á bilinu 20-25 mál sem komu upp vegna vatnsflóða og krapaskriða í ofsaveðri á Austurlandi 28. desember sl. og sjávarflóðs 30. desember falli undir bótaskyldu Viðlagatrygginga. Meira »

Þak fauk af húsi á Egilsstöðum

28.12.2015 Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum var kölluð út á sjötta tímanum í morgun þegar þak fauk af verkstæðisbyggingu í bænum. Þakið fór í stórum flekum af húsinu og lenti á bifreiðum er stóðu nærri. Meira »

Norðaustan og ófærð í kortunum

17.12.2015 Búast má við mjög versnandi akstursskilyrðum á norðanverðu landinu með deginum og einnig á fjallvegum austanlands. Spáin gerir ráð fyrir yfir norðaustan og austan stormi á norðvesturlandi. Meira »

Stormviðvörun frá Veðurstofunni

16.12.2015 Búast má við mjög versnandi akstursskilyrðum á norðanverðu landinu á morgun, einkum norðvestan til en spáð er stormi á morgun. Meira »

Vilja nýjan varnargarð í forgang

15.12.2015 Flóðvarnargarðurinn neðan við Vík í Mýrdal skemmdist nokkuð í óveðri sem gekk yfir landið 7. desember sl. Fór þá sjór yfir garðinn og flæddi meðal annars inn á lóð Vegagerðarinnar og bílaplanið austan við Víkurá. Meira »

120 milljóna tjón í óveðrinu

11.12.2015 Tjón Landsnets vegna óveðursins um 120 milljónir, þar af 90 milljónir á Vestfjörðum. Forstjóri Landsnets segir brýnt að hefjast handa við styrkingu meginflutningskerfisins. Meira »

Faxaflóahafnir borga tjónið

11.12.2015 Gamla flotbryggjan í Reykjavík sem skemmdist í óveðrinu aðfaranótt þriðjudags er ekki tryggð og því munu Faxaflóahafnir bera allan kostnað af tjóninu sem þar varð. Meira »

Óveðrið í tölum

9.12.2015 Það geta eflaust flestir verið sammála um það að veðrið sem gekk yfir landið mánudagskvöld og aðfaranótt þriðjudags sé eitt það versta sem Íslendingar hafa upplifað lengi. Ljóst er að töluvert eignatjón varð í Vestmannaeyjum og ákveðnum stöðum á Suðurlandi, sem og á Vestfjörðum. Meira »

Viðgerðum lokið

9.12.2015 Viðgerð á byggðalínuhringnum sem fór í sundur á tveimur stöðum í fyrrakvöld er lokið. Svo segir í tilkynningu frá Landsnet þar sem fram kemur að ekkert rafmagnsleysi sé lengur frá viðskiptavinum fyrirtækisins og raforkuafhending sé að færast í eðlilegt horf eftir óveðrið í fyrra kvöld. Meira »

Sæmundur fróði hífður upp

9.12.2015 Verið er að hífa bátinn Sæmund fróða upp úr gömlu höfninni í Reykjavík. Báturinn, sem er í eigu Háskóla Íslands, sökk aðfaranótt þriðjudags í óveðrinu sem gekk yfir landið. Meira »

HÍ sækir um bætur vegna Sæmundar

9.12.2015 Miklar líkur eru á því að fjármála- og efnahagsráðuneytið muni bæta Háskóla Íslands það milljónatjón sem hann varð fyrir þegar báturinn Sæmundur fróði sökk í gömlu höfninni í Reykjavík. Meira »

„Bara ágætis tilbreyting“

9.12.2015 Jón Halldór Guðmundsson, bóndi á Ærlæk II í Öxarfirði, og fjölskylda hans voru án rafmagns í tæpar þrjátíu klukkustundir. Rafmagnið fór af eftir miðnætti aðfaranótt þriðjudags og kom á klukkan hálf sjö í morgun. Meira »

Án rafmagns í 29 klukkustundir

9.12.2015 Lokið var að reisa átta rafmagnsstaura í Öxarfirði skömmu fyrir klukkan sjö í morgun og kom þá rafmagn á alla bæi þar sem höfðu verið án rafmagns í meira en sólarhring, eða frá því á öðrum tímanum aðfararnótt þriðjudags, alls 29 klukkustundir. Meira »

Vel heppnaðar lokanir

9.12.2015 Umfangsmestu vegalokanir á Íslandi frá upphafi vegna óveðursins í fyrradag tókust vel að sögn G. Péturs Matthíassonar upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Meira »

Vonskuveður og tafir í siglingum

9.12.2015 Nokkrar tafir hafa orðið á siglingum skipa Eimskips og Samskipa undanfarið vegna vonskuveðurs á Norður-Atlantshafi.  Meira »

Hausinn horfinn af sjóvarnargarðinum

8.12.2015 Sjóvarnargarður suður af húsi Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal skemmdist illa í óveðri næturinnar en sjór flæddi yfir garðinn og inn á lóð Vegagerðarinnar. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir ekkert liggja fyrir um hvenær farið verði í viðgerðir á garðinum. Segir hann stórt skarð komið í ströndina austan meginn og segir það minnst 10 til 15 metra. Meira »

Ótrúleg breyting milli daga

8.12.2015 Það er ótrúlegt að skoða tölur um umferð frá klukkan 17 í gær til miðnættis. Það má segja að það hafi varla nokkur verið á ferli samkvæmt upplýsingum úr kerfi Vegagerðarinnar. Meira »

Fann loftþrýstinginn í maganum

8.12.2015 Sveinn Magnússon segir hús sitt hafa sloppið vel þegar að bútur úr þaki nágrannans skall á hans eigin þaki. „Það kom hvellur og við fundum að eitthvað skall á,“ segir Sveinn í samtali við mbl.is. Hann segir loftþrýstinginn sem myndaðist í óveðrinu hafa verið það óþægilegasta. Meira »

Rafmagn tekið af miðbæ Akureyrar

8.12.2015 Taka þarf rafmagn af miðbæ Akureyrar klukkan 18:15 í um það bil klukkustund vegna viðgerða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Norðurorku. Nýjum spenni hefur verið komið fyrir í dreifistöð í miðbænum og þarf að tengja hann við annan búnað stöðvarinnar. Meira »

Tjónið líklega yfir 100 milljónir

8.12.2015 Landsnet vonast til að viðgerð ljúki á næstu tveimur sólarhringnum á byggðalínuhringnum sem laskaðist í óveðrinu í gærkvöldi og nótt samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Ljóst sé hins vegar að viðgerð á línum á Vestfjörðum taki lengri tíma. Meira »

Vindinn lægir smám saman

8.12.2015 Vind lægir smámsaman á landinu í dag um leið og lægðin sem gengið hefur yfir það grynnist og fjarlægist samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

„Algjörlega rétt ákvörðun“

8.12.2015 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að engin mistök hafi verið gerð með því að hætta akstri klukkan 17 í gær vegna óveðursins sem var í vændum. Meira »

Rafmagn brátt á Skagafjörð

8.12.2015 RARIK hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem greint er frá stöðunni í dreifikerfi fyrirtækisins á Norðurlandi klukkan fjögur í dag en rafmagn fór víða af í landsfjórðungnum í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt. Meira »

Glaður kominn upp úr höfninni

8.12.2015 Báturinn Glaður, sem sökk í gömlu höfninni í Reykjavík í nótt, hefur verið hífður upp. Kafari mætti á svæðið um tvöleytið í dag og um tveimur og hálfum tíma síðar var báturinn hífður upp með vörubílskrana. Meira »

Óvissustigi aflétt

8.12.2015 Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjóra landsins ákveðið að aflétta óvissustigi vegna óveðurs sem lýst var yfir í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglustjórum gekk aðgerðin í gær vel, þrátt fyrir mikinn veðurham víða. Meira »

„Haldið áfram að huga að eigum“

8.12.2015 Tryggingafélögin VÍS, Sjóvá og TM voru á tánum vegna óveðursins í gær en betur fór en á horfðist. Tjónið er mest á Suðurlandi og meirihlutinn minniháttar. Fólk er beðið að halda áfram að huga að eigum sínum þar sem tjón af völdum utanaðkomandi vatns er t.d. ekki bótaskylt. Meira »

Veitingavagn brotnaði í spað

8.12.2015 „Litla búðin okkar bara brotnaði í spað. Núna erum við að reyna að koma í veg fyrir frekara tjón með því að tína saman spýtnabrak. Það er ekki gott ef það fer að fjúka,“ segir Elísabet Þorvaldsdóttir, annar eigandi veitingavagns við Seljalandsfoss sem skemmdist mikið í óveðrinu í gærkvöldi. Meira »

Krapaél og frost suðvestanlands

8.12.2015 Á fjallvegum suðvestan- og vestanlands verða krapaél síðdegis og frystir undir kvöld. Almennt kólnar í kvöld og nótt og hitinn fer þá niður fyrir frostmark á ný víða um land. Greiðfært er að mestu suðvestanlands en þó eru hálkublettir á Sandskeiði. Meira »

Hefðu getað bjargað Sæmundi fróða

8.12.2015 Haukur Vagnsson, eigandi farþegabátsins Hesteyrar ÍS 95, segir að auðveldlega hefði mátt bjarga Sæmundi fróða, sem er annar bátanna sem sukku við suðurbugtina við gömlu höfnina í Reykjavík í nótt og er í eigu Háskóla Íslands. Meira »

Víða fastir bílar á Akureyri

8.12.2015 Nokkuð er um að ökumenn hafi fest bíla sína á Akureyri í dag en þá aðallega í íbúðargötum. Að sögn lögreglu varð færðin erfiðari þegar blotnaði í snjónum sem fyrir var. Búið er að ryðja bæinn að hluta til en aðalgötur eru í forgangi. Meira »