Klaustursmálið

Klaustursmál rætt í Evrópuráðsþinginu

9.4. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði á Evrópuráðsþinginu í dag að stíga þyrfti varlega til jarðar við það að innleiða reglur hjá þjóðþingum sem miði að því að verja þingmenn fyrir kynferðisofbeldi og áreitni. Hann sagði hættu á að stjórnmálamenn nýttu sér slík úrræði til þess að koma pólitískum höggum á andstæðinga sína. Meira »

Sigmundur braut ekki siðareglur

2.4. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, braut ekki siðareglur alþingismanna með ummælum sínum í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins 3. desember síðastliðinn að mati forsætisnefndar Alþingis. Meira »

Tvær athugasemdir borist

2.4. Tvær athugasemdir við álit siðanefndar Alþingis um Klaustursmálið hafa komið inn á borð nefndarinnar. Sex þing­menn Miðflokks­ins sem fjallað er um í álitinu höfðu frest til dagsins í dag að bregðast við. Þetta staðfestir Steinunn Þóra Árna­dótt­ir annar tveggja varaforseta Alþingis sem var falið að fjalla um málið. Meira »

Segir að átt hafi verið við upptökurnar

30.3. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir það nú hafa „fengist staðfest að mál sem tröllreið lengi fjölmiðlaumræðu eftir að hópur þingmanna var hleraður byggi á lygi og alvarlegu afbroti.“ Meira »

„Sjá það sem þeir vilja sjá“

30.3. „Allt sem við höfum séð staðfestir að umbjóðandi okkar fari með rétt mál,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Báru Halldórsdóttur, inntur eftir viðbrögðum við ummælum þingmannsins Bergþórs Ólasonar. Meira »

Önnur mynd en Bára lýsti

30.3. „Myndin sem upptökur úr öryggismyndavélum sýnir er allt önnur en sú sem Bára Halldórsdóttir hefur lýst,“ sagði Bergþór Ólason alþingismaður um efni úr öryggismyndavél frá kvöldinu á Klaustri bar 20. nóvember sl. Meira »

Hafa sex daga til að bregðast við álitinu

27.3. Sex þingmenn Miðflokksins sem fjallað er um í áliti siðanefnd­ar um Klaust­urs­málið hafa frest til 2. apríl til að bregðast við álitinu. Álitið lýtur að ummælum sex þingmanna á veitingastofunni Klaustur bar 20. nóvember 2018 og mögulegu broti þeirra á siðareglum fyrir alþingismenn. Meira »

Ámælisvert að bera fyrir sig kyn

27.3. Femínistafélag Háskóla Íslands segir ámælisvert að Miðflokkurinn beri fyrir sig kyn til þess að sleppa við gagnrýni á gjörðir einstaklinga og að sem femínistar geri meðlimir þess sér grein fyrir því að konur séu ekki yfir gagnrýni hafnar. Meira »

Fékk póstinn of seint

27.3. „Mér barst póstur frá aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs kl.18:54 um að birta ekki álitið en sá hann ekki fyrr en of seint,“ segir Steinunn Þóra Árnadóttir, varaforseti Alþingis, um birtingu á áliti siðanefndar um Klaustursmálið á vef Alþingis. Hún segir að hún hefði viljað geta orðið við bóninni. Meira »

Segja birtingu álits siðanefndar fráleita

26.3. Fjórir þingmenn Miðflokksins segja það fráleitt að álit ráðgefandi siðanefndar um Klaustursmálið svokallaða hafi verið birt á vef Alþingis í kvöld, áður en frestur til að skila andmælum rynni út. Í tilkynningu frá Miðflokknum segir að slíkt gangi gegn stjórnsýslulögum. Meira »

Ekki einkasamtal á Klaustri

26.3. Það er mat meirihluta ráðgefandi siðanefndar, sem forsætisnefnd leitaði til vegna Klaustursmálsins svokallaða, að samtalið, sem átti sér stað á barnum Klaustri 20. nóvember milli sex þingmanna og var tekið upp, geti ekki talist einkasamtal. Meira »

Klaustursmálið „bleiki fíllinn“

18.3. „Mér líður svolítið eins og þetta sé bleiki fíllinn hérna inni,“ sagði Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, áður en hún spurði um Klaustursmálið á málþinginu „Stjórnmálin og #MeToo“ í morgun. Meira »

„Þröngt mega sáttir sitja“

26.2. „Þetta er náttúrulega hátíðisdagur,“ segir Jón Pétursson, aðstoðarmaður formanns Miðflokksins, um aukafund þingflokksins í dag, sem er sá fyrsti sem Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson sitja. Hann segir ekki standa til að hrifsa stærra þingflokksherbergi af minni þingflokki. Meira »

Langdregið og fyrirsjáanlegt tilhugalíf

24.2. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vonar að menn geti farið að einbeita sér að störfum á þinginu nú þegar Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason eru gengnir til liðs við Miðflokkinn. Meira »

„Ekkert óeðlilegt“ við kröfu Miðflokks

23.2. Miðflokkurinn virðist þurfa 22 þingmenn með sér til þess að ákveðið geti verið að breytt skipan í nefndir Alþingis verði tekin upp. Það er „ekkert óeðlilegt“ við að flokkurinn óski eftir þessum breytingum, segir stjórnmálafræðiprófessor. Meira »

Ólafur og Karl Gauti fengu 600.000 kr.

23.2. Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, nú þingmenn Miðflokksins, fengu hvor um sig 300.000 króna greiðslur frá Alþingi 1. febrúar fyrir sérfræðiaðstoð. Peningarnir liggja að sögn Ólafs að mestu óhreyfðir. Meira »

„Búnir að svíkja okkur frá A-Ö“

22.2. „Þetta er ekkert sem kemur á óvart,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um ákvörðun þeirra Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar um að ganga til liðs við Miðflokkinn frá og með deginum í dag. Meira »

Kosið verði aftur í þingnefndir

22.2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, treystir því að flokksmenn taki vel á móti Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni, sem tilkynntu fyrir skömmu að þeir hafa ákveðið að ganga til liðs við Miðflokkinn. Meira »

Ólafur og Karl Gauti í Miðflokkinn

22.2. Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafa ákveðið að ganga til liðs við Miðflokkinn frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ólafi og Karli. Meira »

Kusu ekki „auðkýfinginn Sigmund“

10.2. Inga Sæland sér ekki eftir því að hafa rekið Karl Gauta og Ólaf Ísleifsson úr flokki fólksins þrátt fyrir að vera að glíma við dvínandi fylgi flokksins. Hún segir að enginn af kjósendum flokksins hefði kosið Sigmund Davíð. Meira »

Segja stjórnina ganga á bak orða sinna

7.2. Samfylking, Píratar, Viðreisn og Flokkur fólksins lýsa yfir „miklum vonbrigðum“ með stuðning ríkisstjórnarflokkanna við tillögu Miðflokksins á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokkunum. Meira »

Hanna Katrín: „Geymt en ekki gleymt“

7.2. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, er ósátt við afstöðu ríkisstjórnarflokkanna á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. „Þessi framkoma stjórnarflokkanna og afstaðan sem þeir taka með Miðflokknum í þessu máli er geymd en ekki gleymd,“ sagði Hanna að fundi loknum. Meira »

Rósa Björk kaus með stjórnarandstöðu

7.2. Rósa Björk Brynjólfsdóttir greiddi atkvæði gegn tillögu um formennsku Jóns Gunnarssonar í umhverfis- og samgöngunefnd, ein stjórnarliða. Einnig kusu þær Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og Hanna Katrín Friðriksson, úr Viðreisn, báðar í stjórnarandstöðu gegn tillögunni. Meira »

Leist illa á formennsku til vinstri

7.2. „Okkur þótti ekki sjálfgefið að vinstri flokkarnir innan meirihlutans tækju upp hjá sjálfum sér að úthluta í sinn hóp þeirri nefndarformennsku sem við teljum okkur hafa stöðu til að stjórna,“ segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Meira »

Bergþór lætur af formennsku

7.2. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hefur kosið að stíga til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna ósættis með formennsku hans og mun Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti varaformaður nefndarinnar, taka við sem formaður tímabundið. Meira »

Minnihluta refsað vegna Miðflokksins

6.2. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir meirihlutann refsa stjórnarandstöðunni fyrir gjörðir Miðflokksmanna með því að hirða eitt þriggja formannsembætta minnihlutans af Bergþóri Ólasyni. Meira »

Óskar eftir Klaustursupptökum

6.2. Persónuvernd hefur óskað eftir því að fá afhentar upptökur af barnum Klaustri frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins sátu þar drykklanga stund og töluðu um samstarfsmenn sína og aðra með niðrandi hætti. Meira »

Mótmæltu með „Fokk ofbeldi“-húfum

5.2. „Ég held það segi sig sjálft,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, aðspurð hvers vegna hún og Björn Leví Gunnarsson hafi stillt sér upp við hlið Bergþórs Ólasonar í ræðustól Alþingis í dag með Fokk ofbeldi-húfur á höfði. Meira »

Segja upptökurnar skipulagða aðgerð

5.2. Klausturþingmennirnir segja skýringar Báru Halldórsdóttur á upptökum hennar af samtali þingmannanna 20. nóvember sl. ótrúverðugar og fara fram á að Persónuvernd afli myndefnis sem sýni mannaferðir fyrir utan hótelið Kvosina og veitingastofuna Klaustur. Meira »

Segist ekki geta svarað um endurkomu Ágústs

4.2. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki geta svarað því hvort Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður flokksins, muni snúa aftur á þing síðar í vikunni. Meira »