Klaustursmálið

Hyggst sitja áfram í velferðarnefnd

Í gær, 21:07 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hyggst sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis sérfræðingar sem starfa við rannsóknarsetur Háskóla Íslands í fötlunarfræðum hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að vinna með nefndinni á meðan Anna Kolbrún á þar sæti. Meira »

Tóku ekki þátt í tali þingmannanna

Í gær, 18:04 „Það er ekki í frásögu færandi að kollegar fara á bar til að spjalla um daginn og veginn og hitta þar fyrir aðra kollega. Á Klaustri heilsaði ég líka öðrum sem ég þekki - eins og maður gerir,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í Reykjavík í kjölfar fullyrðingar vefsins Viljinn.is um að stjórnmálamennirnir sem hist hafi á barnum Klaustri í síðasta mánuði hafi ekki verið sex heldur átta. Meira »

Hvernig munu spilin leggjast?

Í gær, 08:53 Eftir storminn í íslenskri pólitík undanfarna viku vegna Klausturmálsins ætla þau Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar, og Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill hjá KOM, að fara yfir pólitíska landslagið og framhaldið á þingi. Þau verða gestir á Þingvöllum klukkan 10 á K100. Meira »

Ágúst tekinn af listanum

í fyrradag Forsætisnefnd Alþingis barst í lok nóvember erindi með tölvupósti frá hópi þingmanna þar sem óskað var eftir því að nefndin tæki Klaustursmálið til meðferðar vegna meintra siðabrota. Þar á meðal var Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Nafn hans hafði hins vegar verið fjarlægt af listanum í skriflegu erindi sem barst nefndinni 3. desember. Meira »

Kom Þorsteini ekki á óvart

í fyrradag „Ég ætla ekkert að tjá mig sérstaklega um mál Ágústar. Það hefur bara sinn gang og er auðvitað bara jafn sorglegt og hitt,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, í samtali við mbl.is. Það kom honum ekki á óvart að mál af svipuðum toga og Klaustursmálið kæmi upp í framhaldinu. Meira »

Óviss hvort málið eigi erindi við siðanefnd

í fyrradag Spurð hvort hún telji rétt að mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, fari til siðanefndar Alþingis segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, að hún hafi ekki ígrundað málið í þaula. Hún var ein þeirra þingmanna sem fóru fram á að Klaustursmálið færi þá leið. Meira »

Sniðganga nefndina vegna Önnu Kolbrúnar

í fyrradag Fræða­fólk við Rann­sókn­ar­setur Háskóla Íslands í fötl­un­ar­fræðum ætlar ekki að taka þátt í samstarfi við velferðarnefnd Alþingis á meðan að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, á sæti í nefndinni. Þetta kemur fram í bréfi sem fólkið hefur sent Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Meira »

Hefur ekki frumkvæðisskyldu

í fyrradag Til að forsætisnefnd taki fyrir mál og ákveði hvort vísa beri því til siðanefndar þingsins þarf erindi að berast. Nefndin hefur að sögn forseta Alþingis hvorki frumkvæðisrétt né skyldu. Meira »

Sögðu virðingu Alþingis vera misboðið

í fyrradag Aðeins einu sinni í sögu Alþingis hefur það gerst að þorri þingmanna hefur tekið sig saman um að sniðganga ákveðna þingmenn vegna þess að þeim blöskraði framkoma þeirra og viðhorf. Meira »

Persónuvernd með Klausturmál í skoðun

í fyrradag „Það er verið að skoða þetta mál í heild sinni hjá Persónuvernd í ljósi þessara nýjustu upplýsinga,“ segir Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Óttast ekki málsókn

7.12. Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samræður sex þingmanna á barnum Klaustri í miðbæ Reykjavíkur í síðasta mánuði, segist ekki óttast það ef einhver þeirra tæki ákvörðun um að höfða mál gegn henni. Meira »

Frumkvæðið hjá Karli Gauta og Ólafi

7.12. Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem þar til nýverið voru þingmenn Flokks fólksins, áttu frumkvæðið að fundinum sem fram fór á barnum Klaustri í miðbæ Reykjavíkur í síðasta mánuði þar sem farið var ófögrum orðum meðal annars um ýmsa aðra þingmenn. Meira »

Gengu út undir ræðu Sigmundar

7.12. Fjórir þingmenn gengu út úr þingsal Alþingis í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tók til máls við afgreiðslu fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Meira »

Klaustursmálið: Atburðarásin frá upphafi

7.12. Rúm vika er síðan íslenskt samfélag fór nánast á hliðina vegna barfarar sex þingmanna á Klaustur síðla í nóvember sem náðist á upptöku. Hér verður farið yfir það helsta sem drifið hefur á daga þeirra sem tengjast Klaustursmálinu, með einum eða öðrum hætti, síðustu daga. Meira »

Twitter þakkar Báru: Kona ársins

7.12. Kona ársins, maður ársins og nagli eru meðal þess sem notendur Twitter hafa kallað Báru Halldórsdóttur eftir að hún steig fram sem Marvin, uppljóstrarinn á Klaustri. Meira »

Hefur áhrif á trúverðugleika Íslendinga

7.12. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segist hafa fengið fjölda spurninga „um enn eitt hneykslið í íslenskum stjórnmálum sem hefur ratað í heimsfréttirnar“, en hún er stödd á þingi Alþjóðasambands verkalýðsfélaga í Kaupmannahöfn. Meira »

„Ég er þessi Marvin“

7.12. Stundin upplýsir í dag hver það var sem tók upp samræður þingmannanna sex sem ræddu saman á barnum Klaustri 20. nóvember. „Ég er þessi Marvin sem ruggaði bátnum,“ hefur blaðið eftir Báru Halldórsdóttur, sem var stödd fyrir tilviljun barnum þetta kvöld. Meira »

Vilja að sexmenningarnir segi af sér

7.12. Meirihluti þingmanna á Alþingi vill að sexmenningarnir sem tóku þátt í umræðum á barnum Klaustri í lok nóvember segi af sér. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið gerði og greint er frá í dag. Meira »

Standa við bakið á Sigmundi

7.12. Fulltrúar Miðflokksins í sveitarstjórnum standa almennt við bakið á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins, þrátt fyrir þátttöku hans í umræðunum á veitingastaðnum Klaustri. Meira »

Viðtalið við Lilju „öflugt högg“

7.12. „Þetta er einhver öflugasta framkoma stjórnmálamanns sem ég hef séð,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um viðtal Kastljóss við Lilju Dögg Alfreðsdóttur vegna Klausturmálsins. Meira »

Boðuðu Sigmund ekki á fundinn

6.12. Formenn annarra stjórnarandstöðuflokka boðuðu ekki Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, á samráðsfund flokkanna á þriðjudaginn, en formennirnir funda reglulega til þess að bera saman bækur sínar. Meira »

Henti Sigmundi ekki að leggjast flatur

6.12. „Hann slær áfram í og úr, skensar hana fyrir að taka svona til orða og er með ótrúverðugar fullyrðingar, í ljósi þess sem við erum búin að heyra, um að hann tali nú annars fallega um hana,“ segir Andrés Jónsson almannatengill um pistil Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Meira »

Tæpur helmingur myndi kjósa Miðflokkinn aftur

6.12. Innan við helmingur þeirra sem segjast hafa kosið Miðflokkinn í síðustu kosningum myndi kjósa hann aftur nú, eða tæp 49%. Rúmlega 59% þeirra sem kusu Flokk fólksins í síðustu kosningum myndu kjósa hann aftur nú. Hvorugur flokkur myndi koma manni á þing í dag samkvæmt skoðankönnun Maskínu. Meira »

Mótmælir ummælum Önnu Kolbrúnar

6.12. Ummæli Önnu Kolbrúnar Árnadóttur um starfsfólk Alþingis eiga ekki við rök að styðjast og skrifstofustjóri Alþingis, Helgi Bernódusson, harmar að þau hafi verið látin falla. Hann vonar þau hafi verið mælt í ónærgætni, enda hafi þakklætis- og hrósyrði um starfsmennina fylgt. Meira »

Segir ekkert hafa sært sig eins mikið

6.12. „Ég hef verið kallaður fleiri ljótum nöfnum en ég hef tölu á. Ég minnist þess hins vegar ekki að hafa áður verið kallaður ofbeldismaður,“ skrifar Sigmundur D. Gunnlaugsson, alþingismaður og formaður Miðflokksins, á Facebook. „Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið.“ Meira »

Segir ummælin ósmekkleg

6.12. Þingmaður Viðreisnar segir ummæli Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um starfsfólk Alþingis ósmekkleg og taka fleiri þingmenn undir þá skoðun hans. Ummælin lét Anna Kolbrún falla í þætti á Bylgjunni í gær. Meira »

Lausnin er hjá gerendunum

6.12. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra telur að lausnin sé hjá gerendum og þeir axli ábyrgð á gjörðum sínum. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að þeir þingmenn sem eigi hlut að máli eigi að segja af sér. Meira »

Mikil vinna fer í undirbúninginn

6.12. „Það þarf að leggja meiri vinnu í undirbúning málsins en ég taldi í fyrstu,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, formaður siðanefndar Alþingis, um gagnasöfnun sem hafin er í tengslum við mál sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem viðhöfðu gróft og niðrandi orðalag um samþingmenn sína. Meira »

„Þeir eru ofbeldismenn“

5.12. „Mér fannst þetta skelfilegt,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í Kastljósi vegna um­mæla sem höfð voru um hana á Klaust­ri bar 20. nóv­em­ber. Hún segist hafa upplifað samtal þriggja þingmanna Miðflokksins sem árás. Meira »

Segir ummælin ófyrirgefanleg

5.12. „Ég trúði þessu ekki, að menn gætu talað með þessum hætti. Ég vek athygli á því að þetta er algjört ofbeldi.“ Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í viðtali við Kastljós vegna ummæla sem höfð voru um hana á Klaustri bar 20. nóvember. Meira »