Schumacher

Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum þann 29. desember.

Schumacher 50 ára — ástandið enn óljóst

3.1. Þýski ökuþórinn Michael Schumacher „mótaði og breytti Formúlu-1 kappakstrinum til frambúðar“ sagði Toto Wolff, stjóri Mercedes-liðsins í Formúlunni, í tilefni af því að Schumacher er fimmtugur í dag. Meira »

Schumacher enn að berjast

7.12.2017 Michael Schumacher er „enn að berjast,“ að sögn Jean Todt, leiðtoga Alþjóðaakst­ursíþrótta­sam­bands­ins (FIA) sem heiðraði ökumanninn við athöfn í París. Meira »

Schumacher sagður á förum vestur

25.9.2017 Ef marka má fréttir þýskra fjölmiðla er Michael Schumacher á leið til Bandaríkjanna í meðferð vegna áverka sem hann hlaut við fall á skíðum í frönsku Ölpunum 29. desember 2013. Meira »

Ástand Schumacher áfram óljóst

17.12.2016 Ástandi fyrrverandi heimsmeistarans í Formúlu-1 kappakstri, Michael Schumacher, mun áfram verði haldið leyndu. Tæp þrjú eru síðan hann slasaðist alvarlega þegar hann var á skíðum í Frakklandi þar sem hann datt og lenti með höfuðið á steini. Meira »

Schumacher getur ekki staðið óstuddur

19.9.2016 Michael Schumacher getur enn hvorki gengið né staðið án hjálpar, meira en tveimur og hálfu ári eftir skíðaslysið sem varð honum næstum að bana. Upplýsingar um heilsufar formúlumeistarans fyrrverandi hafa verið gerðar opinberar í réttarhöldum sem standa nú yfir í Þýskalandi. Meira »

Vonum að Schumacher verði aftur með okkur

17.2.2016 Sabine Kehm, talsmaður fyrrverandi ökuþórsins Michael Schumacher, vonast til þess að með áframhaldandi stuðningi og þolinmæði muni Schumacher einn daginn verða aftur á meðal fólks Meira »

Kostar milljarð á ári að halda Schumacher á lífi

15.2.2016 Michael Schumacher hefur legið í dái í 26 mánuði síðan hann lenti í skíðaslysi í frönsku ölpunum og skall með höfuðið á stein. Meira »

Nýjustu fréttir af Schumacher ekki góðar

4.2.2016 Luca di Montezemolo, fyrrverandi yfirmaður hjá Formúlu-1 liðinu Ferrari, segir að nýjustu fréttirnar af heilsu Michael Schumacher séu ekki góðar. Rúmlega tvö ár eru síðan ökuþórinn slasaðist alvarlega þeagr hann var á skíðum í Frakklandi þar sem hann datt og lenti með höfuðið á steini. Meira »

Tvö ár síðan Schumacher féll í dá

29.12.2015 Tvö ár eru síðan þýski ökuþórinn Michael Schumacher slasaðist á skíðum í Frakklandi þar sem hann datt og lenti með höfuðið á steini. Lítið er vitað um ástand hans í dag en fjölskylda og talsmaður hafa ekki viljað tjá sig um bataferlið. Meira »

Vetrarhöll Schumacher seld

13.10.2015 Norskur fjallabústaður Michael Schumacher var seldur á dögunum á 22 milljónir norskra króna. Kappaksturskappinn eyddi nokkrum mánuðum á ári hverju í húsinu áður en hann lenti í slæmu skíðaslysi í frönsku Ölpunum í desember 2013. Meira »

Schumacher grætur er hann heyrir rödd eiginkonunnar

14.1.2015 Ökuþórinn Michael Schumacher grætur er hann heyrir raddir sem hann þekkir, s.s. eiginkonu sinnar og barna.   Meira »

Misvísandi fréttir af bata Schumachers

28.12.2014 Þýski ökuþórinn Michael Schumacher er byrjaður að þekkja fjölskyldu sína en getur enn ekki tjáð sig, segir Philippe Streiff, vinur Schumachers og fyrrverandi starfsbróðir. Umboðsmaður ökuþórsins gefur hins vegar lítið fyrir þessi orð Streiffs og segir þá ekki einu sinni vini. Meira »

Schumacher er lamaður og getur ekki tjáð sig

20.11.2014 Michael Schumacher er lamaður og þjáist bæði af minnisglöpum og talerfiðleikum, segir vinur ökuþórsins, Philippe Streiff. „Hann er í hjólastól og getur ekki talað,“ segir Streiff. Meira »

Segir Schumacher sýna framfarir

23.10.2014 Læknir, sem annaðist ökuþórinn Michael Schumacher í tæplega hálft ár eftir að hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í fyrra, segir að Schumacher sýni ákveðnar framfarir. Meira »

Áverkar Schumachers vegna GoPro-vélar?

13.10.2014 Hlutabréf í GoPro Inc féllu um tæplega 10% í dag í kjölfar þess að franskur blaðamaður sagði að Michael Schumacher hefði hlotið alvarlega höfuðáverka vegna GoPro-myndavélar sem hann var með á höfðinu. Meira »

Schumacher geti lifað „eðlilegu lífi“

7.10.2014 Jean Todt, fyrrverandi yfirmaður hjá Ferrari, segir að Michael Schumacher komi til með að lifa „tiltölulega eðlilegu lífi“, en eins og kunnugt er fékk hann þungt högg við skíðaiðkun sem leiddi til þess að hann var meðvitundarlaus í marga mánuði. Meira »

Hengdi sig í fangaklefa sínum

6.8.2014 Maður sem grunaður var um að hafa stolið og boðið til sölu sjúkraskýrslu ökuþórsins Michaels Schumacher fannst látinn í fangaklefa sínum í Zürich í dag. Hann hafði hengt sig. Meira »

Selur einkaþotu Schumachers

25.7.2014 Corinna Schumachers, eiginkona ökuþórsins Michaels Schumachers, hefur ákveðið að selja einkaþotu fjölskyldunnar „af augljósum ástæðum.“ Þetta kemur fram í þýskum fjölmiðlum. Schumacher er nú á endurhæfingarmiðstöð í Lausanne í Sviss eftir að hafa vaknað úr dái í síðasta mánuði. Meira »

Schumacher sýnir framfarir

11.7.2014 Corinna Schumacher, eiginkona Michaels Schumachers, segir að líðan eiginmanns síns sé betri og þær framfarir sem hann hafi sýnt lofi góðu. Þetta er í fyrsta skipti sem hún tjáir sig opinberlega um líðan Schumachers frá því hann slasaðist alvarlega á skíðum í desember. Meira »

Neita að hafa rænt sjúkraskýrslunum

8.7.2014 Forsvarsmenn svissneska þyrlufyrirtækisins Rega höfnuðu í dag ásökunum um að tengjast þjófnaði á læknaskýrslum ökuþórsins Michaels Schumacher. Meira »

Stal þyrlufyrirtækið sjúkraskýrslunni?

7.7.2014 Svissneska lögreglan rannsakar nú þarlenda þyrluþjónustu í tengslum við tilraun til þess að selja læknaskýrslur ökuþórsins Michael Schumacher. Meira »

Sjúkraskýrslum Schumachers stolið

23.6.2014 Gögnum sem tengjast formúlukappanum Michael Schumacher hefur verið stolið og halda þjófarnir því fram að um sé að ræða sjúkraskýrslur um ástand hans í kjölfar skíðaslyssins örlagaríka í desember. Meira »

Stærsta áskorun heimsmeistarans

21.6.2014 Sumir fæðast einfaldlega til þess að verða sigurvegarar. Ferill ökuþórsins Michaels Schumachers ber þess augljós merki að hann sættir sig ekki við annað en fyrsta sætið. Eftir skíðaslysið örlagaríka 29. desember verður hann að takast á við stærsta verkefnið til þessa, að ná heilsu. Meira »

Schumacher talaði um dá 1994

20.6.2014 Ökuþórinn Michael Schumacher vaknaði úr dái í vikunni, í fyrsta sinn frá því að hann lenti í skíðaslysi í desember í fyrra. Fréttir herma að Schumacher geti tjáð sig og að hann hafi kinkað kolli í sjúkrabíl á leið í endurhæfingu. Schumacher, sem á að baki langan og glæstan feril í akstursíþróttum, sést í myndbandinu hér fyrir neðan tala um slysið sem dró Ayrton Senna til dauða. Fyrst eftir slysið var Senna í dái en hann lést vegna meiðsla nokkrum klukkutímum síðar. Meira »

Schumacher öryrki allt sitt líf

20.6.2014 Michael Schumacher verður öryrki allt sitt líf. Þetta segir sérfræðingurinn Erich Riederer í samtali við The Independent. Fyrrum ökuþórinn vaknaði úr dái síðastliðinn mánudag en þrátt fyrir það hafa margir læknar bent á að að batahorfur séu ekki jafn góðar og margir hefðu ef til vill ætlað. Meira »

Schumacher kinkaði kolli í sjúkrabílnum

19.6.2014 Michael Schumacher, ökuþórinn knái sem vaknaði nýlega úr löngu dái á sjúkrahúsi í Grenoble í Frakklandi, kinkaði kolli og gat haldið augunum opnum þegar hann var fluttur með sjúkrabíl frá Grenoble til Lausanne í Sviss fyrr í vikunni. Meira »

Tileinkaði Schumacher sigurinn

17.6.2014 Þýski knattspyrnumaðurinn Lukas Podolski hefur tileinkað Michael Schumacher 4:0 sigur þýska landsliðsins á Portúgölum á HM í Brasilíu. Meira »

Frækinn ökuþór með röð stórsigra að baki

17.6.2014 Þær ánægjulegu fréttir bárust á mánudag að Michael Schumacher, kappaksturshetjan mikla, væri vaknaður úr dái og hefði verið fluttur frá spítalanum í Grenoble í Frakklandi þar sem hann hafði verið undir læknishöndum. Ferill Schumachers er engum líkur. Meira »

Schumacher getur tjáð sig

16.6.2014 Fyrrum ökuþórinn Michael Schumacher getur tjáð sig við fólkið sem annast hann, konu sína og börn. Hann hefur opnað augun og bregst við röddum og hreyfingu. Þetta segir á vefsíðu þýska blaðsins Bild í dag. Meira »

Schumacher vaknaður úr dái

16.6.2014 Ökuþórinn Michael Schumacher, sem legið hefur í dái síðan hann lenti í skíðaslysi um áramótin, er nú vaknaður úr dáinu. Samkvæmt talsmanni spítalans í Grenoble, þar sem Schumacher hefur dvalist, hefur hann nú yfirgefið spítalann. Meira »