Umskurður drengja

Umskurður drengja ekki bannaður

17.10. Umskurður drengja er ekki bannaður samkvæmt íslenskum lögum og óvíst að umskurður geti fallið undir almenn hegningarlög. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Sigríðar Á. Andersen dómsmálráðherra við fyrirspurn Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Meira »

Ræða umskurðarbann í Danmörku

2.6. Undirskriftasöfnun þess efnis að banna skuli umskurð drengja yngri en 18 ára í Danmörku hefur nú náð yfir 50 þúsund undirskriftum sem hefur þær afleiðingar að danska þingið verður að taka afstöðu til þess hvort eigi að hleypa tillögunni á dagskrá þingsins. Meira »

Umskurðarfrumvarp fari til ríkisstjórnar

28.5. Allsherjarnefnd Alþingis vill að frumvarpi um bann við umskurði drengja verði vísað til ríkisstjórnarinnar til frekari umfjöllunar. Meira »

Umdeildu frumvarpi vísað til ríkisstjórnar

26.4. Umdeildu frumvarpi um bann við umskurði drengja verður væntanlega vísað til ríkisstjórnarinnar í næstu viku, en ekki til áframhaldandi þinglegrar meðferðar. Þetta herma heimildir mbl.is. Meira »

Á ekki heima í refsilöggjöfinni

17.4. Umboðsmenn barna á Norðurlöndunum telja umskurð brjóta gegn réttindum barna og gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þetta segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Forseti samtaka gyðinga í Bretlandi er þessu ósammála og segir enga vísun í umskurð að finna í sáttmálanum. Meira »

Jafngildir því að vera ekki velkominn

17.4. „Við trúum að það sé skylda okkar gagnvart börnum okkar að undirbúa þau eins og hægt er fyrir framtíðina og það er okkar trú að umskurður drengja sé nauðsyn í því sambandi,“ sagði Adam Anbari, fulltrúi Stofnunar múslima á Íslandi á ráðstefnu um umskurð drengja. Meira »

Ógnin um umskurðarbann nú raunveruleg

17.4. Á Íslandi búa ekki nema á milli 35-40 gyðingar, en hingað eru komnir þrír fulltrúar gyðinga frá Norðurlöndunum. Það sýnir hversu mikilvægt málið er gyðingum, sagði danski rabbíninn Jair Melchior, á ráðstefnu um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. Meira »

„Hótanir og þrýstingur afþakkaður“

13.4. „Ég veit ekki til þess að fordæmi sé fyrir því að þingmenn annarra ríkja sendi formlegt bréf til sendiráðs Íslands til að tjá sig um þingmál sem eru til umræðu hverju sinni. [...] Við fyrstu sýn lítur þetta út sem argasti yfirgangur.“ Meira »

Vilja að ríkisstjórnin stöðvi frumvarpið

13.4. Forystumenn repúblikana og demókrata í utanríkismálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa tekið höndum saman og skorað á ríkisstjórn Íslands að stöðva frumvarp um bann við umskurði drengja sem liggur fyrir Alþingi. Meira »

Þykir mjög óvenjulegt

3.4. Meirihluti þeirra umsagna sem borist hafa vegna umdeilds umskurðarfrumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, er frá erlendum aðilum; einstaklingum, stofnunum og samtökum. Þykir það mjög óvenjulegt, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Meira »

Spyr um viðbrögð við umskurðarfrumvarpi

22.3. „Hafa ísraelsk stjórnvöld sett sig í samband við utanríkisráðuneytið vegna frumvarps um að gera umskurð drengja refsiverðan samkvæmt hegningarlögum? Ef svo er, hver voru skilaboð ísraelskra stjórnvalda?“ Meira »

Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarp

20.3. Yfir eitt þúsund danskir læknar hafa sent nefndarsviði Alþingis bréf með undirskriftum þar sem umskurðarfrumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, fær stuðning. Meira »

Ekki verði refsað fyrir umskurð drengja

14.3. Embætti landlæknis er eindregið á móti því að umskurður á drengjum falli undir hegningarlög.  Meira »

Óska umsagna um umskurðarfrumvarp

6.3. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í morgun að senda frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, í umsagnarferli. Er nú unnið að því að setja saman lista yfir þær stofnanir og aðila sem nefndin mun óska eftir umsögn frá. Meira »

Forhúðin er mikilvæg vörn

5.3. „Öll börn eiga rétt á því að vera varin gegn ónauðsynlegum skurðaðgerðum. Vonandi tekst okkur Íslendingum það sem öðrum þjóðum hefur enn ekki tekist, það er að vernda börn fyrir umskurði með lagasetningu.“ Þetta kemur fram í nýjasta leiðara Læknablaðsins. Meira »

Munur á að taka forhúðina eða tána?

1.3. Skiptir máli hversu hefðin er löng og er í lagi að ganga í skrokk á börnum í nafni trúarinnar? Skiptir jafnvel máli hvort blóðbaðið sé mikið eða lítið og skiptir máli hvort taka eigi af forhúðina eða aðra tána. Þetta var meðal þess sem Brynjar Níelsson velti fyrir sér í umræðum um umskurð drengja. Meira »

Silja tilkynnti hótanir til lögreglu

28.2. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, tilkynnti ummæli karlmanns á Facebook þar sem hann hótar henni líkamsmeiðingum til lögreglu í gær. Meira »

1.100 styðja frumvarp um umskurð

26.2. Yfir 1.100 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafa skrifað und­ir til stuðnings frum­varpi Silju Dagg­ar Gunn­ars­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, um að umsk­urður barna al­mennt verði bannaður með lög­um. Meira »

Berst gegn umskurði sonar síns

25.2. Íslenskur karlmaður, sem hefur staðið í áralangri baráttu við fyrrverandi eiginkonu sína um umskurð á syni þeirra, er ánægður með frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttir, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði stráka. Maðurinn sendi Silju bréf á dögunum þar sem segir sögu sína. Meira »

Um 600 styðja umskurðarfrumvarp

25.2. Um 600 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafa skrifað undir til stuðnings frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um að umsk­urður barna al­mennt verði bannaður með lög­um. Meira »

Fundaði með sendiherra um umskurð

23.2.2018 Formaður Samtaka evrópskra gyðinga, Menachem Margolin, fundaði með Bergdísi Ellertsdóttur, sendiherra Íslands í Belgíu, í gær um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna um að umskurður drengja verði bannaður með sama hætti og umskurður stúlkna. Meira »

Læknar ánægðir með umskurðarfrumvarp

21.2.2018 Rúmlega 400 íslenskir læknar lýsa yfir ánægju með frumvarp sem banna á umskurð drengja nema læknisfræðilegar ástæður liggja til grundvallar. Segja læknarnir málið ekki flókið, þó það hafi ýmsar hliðar. Telja þeir þær aðgerðir sem gerðar séu án læknisfræðilegra ástæðna ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

20.2.2018 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »

Vill að Noregur banni umskurð drengja

20.2.2018 Umboðsmaður barna í Noregi vonast til þess að Noregur fylgi í fótspor Íslendinga og leggi fram frumvarp sem banni umskurð ungra drengja. Norska ríkisútvarpið NRK segir umboðsmanninn, Anne Lindboe, styðja frumvarpið. Meira »

Vonaði að kirkjan stæði með börnum

19.2.2018 Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarps á Alþingi um að gera umskurð á drengjum refsiverðan, segist hafa vonast til þess að þjóðkirkjan tæki afstöðu með börnum og frelsi þeirra og öryggi frekar en trúarbrögðum. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

18.2.2018 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

18.2.2018 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »

Vill að ESB beiti sér gegn Íslandi

7.2.2018 Forseti framkvæmdastjórnar Samtaka biskupa í ríkjum Evrópusambandsins (COMECE) hefur fordæmt lagafrumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna þar sem gert er ráð fyrir að umskurður barna verði bannaður hér á landi. Meira »

„Bjóst ekki við viðbrögðum frá rabbínum“

3.2.2018 „Ég gerði mér grein fyrir því að þetta mál myndi vekja athygli hér á Íslandi en ég bjóst ekki við viðbrögðum frá rabbínum í útlöndum,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Vilja stöðva frumvarp Silju

2.2.2018 Trúarleiðtogar gyðinga í Evrópu eru ósáttir við lagafrumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna um að umskurður barna almennt verði bannaður með lögum í stað þess að slíkt bann nái aðeins til stúlkna eins og nú er raunin. Meira »