Pítsurnar sem þú verður að prófa

Mini-pítsur með indversku ívafi hljómar eins og hinn fullkomni kvöldmatur.
Mini-pítsur með indversku ívafi hljómar eins og hinn fullkomni kvöldmatur. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hvernig hljómar að krydda aðeins upp í pítsakvöldinu og gera bragðgóðar mini-pítsur með indversku ívafi? Hér er einföld og fljótleg uppskrift í anda bragðgóðu pítsanna á Austurlandahraðlestinni – en það er Hildur Rut sem á heiðurinn að þessari. 

Mini-pítsur með indversku ívafi

Uppskrift fyrir 3-4 (mæli með 1½-2 pizzum á mann)

  • 6 litlir pizzabotnar frá Hatting
  • 3-4 kjúklingabringur
  • Salt og pipar
  • 3-5 msk. tikka masala paste (einnig gott að nota annað indverskt paste t.d. tandoori)
  • ½ dós hrein jógúrt
  • 1 tsk. chili sambal (má sleppa)
  • Rjómaostur
  • Rifinn mozzarella ostur
  • Klettasalat
  • Ferskur kóríander

Raita sósa

  • 1 dós hrein jógúrt
  • 1/2 agúrka, smátt skorin
  • Garam masala krydd
  • Salt

Aðferð:

  1. Skerið kjúklinginn í litla bita. Blandið 3 msk. tikka masala paste saman við og látið standa í smá stund (ekki nauðsynlegt en gott að láta standa í 30-60 mín).
  2. Steikið þá upp úr olíu og kryddið með salti og pipar.
  3. Bætið við ca. 2 msk. tikka masala paste, jógúrti og smá chili sambal ef þið viljið láta þetta rífa í bragðlaukana. Hærið saman við kjúklingin.
  4. Smyrjið pizzubotnanna með rjómaosti og dreifið rifna ostinum yfir.
  5. Setjið kjúklinginn ofan á og bakið í ofni við 200°C í 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
  6. Dreifið að lokum klettasalati, ferskum kóríander og raita sósunni yfir.
  7. Raita sósa: Hrærið saman jógúrti, agúrku, garam masala og salti.
Bragðgóðar mini-pítsur með dressingu sem slær öllu öðru við.
Bragðgóðar mini-pítsur með dressingu sem slær öllu öðru við. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert