Steingeitin: Þú ert ekki nógu mannglögg þegar kemur að ástinni

Elsku Steingeitin mín, reyndu alls ekki að breyta þér í eitthvað sem aðrir vilja að þú sért því það slekkur á eldinum þínum.

Þú ert búin að vera svo hvetjandi og hefur opnað leiðir sem þú sérð ekki og ert búin að safna vináttu á réttum stöðum þótt það sé jafnvel fyrir langa löngu.

Þú elskar fólk, en ert mikill einfari og virkar dásamlega ánægður í lífsveislunni en þarft að draga þig aðeins í hlé til að fá frið í hjartað.

Þú ert ástríðan holdi klædd en ekkert nema niðurbrot mun fylgja því ef ástin er bara af líkamlegum toga því þú þarft ást sem tengist bæði sál og anda og reisir þig upp.

Þið sem eruð á lausu eruð ekki nógu mannglögg í ástinni, eigið það til að gefast upp og búast ekki við henni. En hún er þarna og það er búið að ákveða hvenær hún mætir á svæðið. Ef einhver sem ég er að tala við núna í Steingeitinni sem er búinn að hætta og byrja saman og hætta og byrja saman, er það ekki ástin heldur vitleysa.

Það verður heppni hjá Steingeitinni í tengingu við börn, hvort sem þau eru fædd eða eru að ákveða að koma til þín, maður velur nefnilega fjölskyldu sína áður en maður kemur í þennan heim.

Þú munt elska breytingu í sambandi við húsnæði og ásamt því er svo margt að koma sem þú elskar, þú skalt standa við það sem þú lofar því þá líkar þér betur við sjálfa þig, og þú ert líka hvort sem er eina manneskjan sem þarf að líka vel við sjálfan þig. Ekki hræðast því þú munt hljóta viðurkenningu.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is