Tvíburinn: Stormarnir í kringum þig eru góðir

Elsku Tvíburinn minn, þú ert eins og ólgandi eldur og rennandi hraun. Þú elsk
ar þegar lífið er spennandi, þar sem þú skrifar inn nýjar upplifanir. Þú tekur áhættu og óttast
ekki að lifa einn dag í einu. Það er svo margt sem þú ert að reyna að ná höndum um og það er eins og þú þurfir alltaf sannfæringu um hvað er rétt og hvað er rangt.

Þú ert búinn að vera að bíða lengi, að þér finnst, eftir að lífið smelli saman, en það er allt að gerast. Ef þú ert að hafa áhyggjur af vinnu eða peningum þarftu sjálfur taka ákvörðun og ýta þér af stað. Þú þarft að hringja á staðinn og bóka tónleikana, flugferðina, leggja hugmyndir þínar fyrir aðra og fá lánaða dómgreind hjá þeim sem þú elskar og treystir.

Þetta verður svo skemmtilegt að þú dansar út sumarið. Að sjálfsögðu heggur það í þig að öðrum líði illa, en ekki láta það íþyngja þér því þá verðurðu veikburða og getur ekki hjálpað neinum.

Þetta er dásamlegt sumar, þó þú farir ekki beint á þá staði sem þú ætlaðir þér, þá einhvern
veginn verður þín leið öðruvísi en þú bjóst við, tilfinningaþrungnari og skemmtilegri. Ástin flækist allstaðar inn í þessa spá og það er þitt að velja.

Ég dreg fyrir þig tvö Steinaspil, spaðatvistinn með mynd af Silfurbergi sem táknar að draumar rætast. Hann er góður fyrir allar orkustöðvar og þú finnur á þér á ókomna hluti. Svo dregurðu spaðaásinn sem þýðir kraftaverk og nýtt líf. Steinninn sem prýðir þetta spil er Amethyst sem er hinn æðsti kærleikssteinn, hjálpar við að losna við fíknir, við miðlun og þá andlegu hluti sem þig langar til að efla. Þú verður dálítið hissa á þessum tíma yfir sérkennilegum viðbrögðum manneskju í kringum þig, en þú skilur það seinna að það var alveg eins gott þú sæir þetta núna frekar en seinna. Stormarnir í kringum þig eru góðir, þeir eru bara komnir til að hreinsa til.

Kossar og knús,

Sigga Kling 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál