Sporðdrekinn: Þér gengur betur ef þú ert eigin herra

Elsku Sporðdrekinn minn,

þú þarft að muna það núna að enginn er betri en annar. Kirkjugarðarnir eru fullir af fólki sem við héldum að væri ómissandi.

Þú skalt skoða að þér gengur miklu betur ef þú ert þinn eigin herra, hvort sem það er í starfi, skóla eða í ástinni. Láttu ekki aðra hindra þig eða hefta, því þá ertu ekki frjáls. Frelsinu fylgir ábyrgð og þess vegna færðu svo oft þá tilfinningu til þín þú óttist það. Svo segðu NEI við sjálfan þig hátt og skýrt og svo við þá líka sem vilja hefta þig.

Það hefur verið mikið að gerast, bæði gott og slæmt, eins og táknin yin og yang tákna bæði gott og vont, en gefur jafnvægi. Þú skalt leggja meiri rækt við ástina og fjölskylduna, þá færðu margfalda uppskeru og hamingju í lífinu. Þú finnur betur á þér hverjir eru að styðja þig og hverjir eru sannir vinir.

Erfiðleikar sem eru búnir að vera í kringum þig tengt öðru, jafnvel nátengdu fólki eru alls ekki eins miklir og þú bjóst við, svo þakkaðu fyrir það. Ég ætla að draga fyrir þig tvö spil og þú færð spil með tölunni 14, í því býr leiðtogi og þjóska. Þrjóska getur verið það besta sem einkennir þig, en getur einnig táknað það versta. Þetta spil þýðir þolinmæði, svo þú átt að leyfa tímanum að vinna með þér og trúa að allt muni ganga vel.

Þetta táknar líka réttvísi sem er það sama og líftrygging þín, og hlýðni sem er þá líka iðgjaldið að henni. Þú færð líka hjartagosa í spilunum mínum og táknar það unga manneskju sem hefur mikil áhrif á þig og þetta spil gefur mikið innsæi, hjálpar þér að horfa á hluti frá réttu sjónarhorni og örvar huga þinn.

Þú átt eftir að nýta þér svo vel allt sem hefur gerst og þú finnur að lífsorkan verður sterkari. Veikindi minnka eða hverfa og þú færð kraft og hugrekki flugdrekans.

Jólaknús, Sigga Kling

Frægir Sporðdrekar:

Helga Braga Jónsdóttir, leikkona, 5. nóvember

Emmsjé Gauti, rappari, 17. nóvember

Björk Guðmundsdóttir, tónlistarmaður, 21. nóvember

Karl Bretaprins, 14. nóvember

Hillary Clinton, stjórnmálamaður, 26. október

Leonardo DiCaprio, leikari, 11. nóvember

Magnús Scheving, frumkvöðull, 10. nóvember

Króli, tónlistarmaður, 2. nóvember 

Bergur Ebbi, grínisti, 2. nóvember

mbl.is