Sporðdrekinn: Þú vilt ná langt

Elsku Sporðdrekinn minn,

þér á eftir að líka vel við þann tíma sem er að koma til þín. Þú átt eftir að sjá náttúruna, himininn og fólk í öðru ljósi en áður, þú munt hvíla stressið og leyfa þér að fljóta.

Þegar þetta gerist hjá þér vegna þess þú byrjar að treysta á að hnútarnir leysist án þess að þú höggvir á þá. Þú veist svo sannarlega innst inn í hvert þú stefnir og í þessu flæði hættirðu að óttast mistök og hefur miklu meiri trú á getu þinni en áður. Það er svo sterkt í eðli þínu að ná langt og þú munt ná miklu lengra en von þín og viska sögðu þér.

En skilaboðin til þín eru að þú þarft samt að vera með í leiknum sem kallast lífið, klæða þig upp, hafa þig eins fínan eins og þú værir að fara eitthvað mjög sérstakt og vera tilbúinn í að lífið gerist án þess að þú stressir hjarta þitt.

Þú ferð í það að breyta orkunni þar sem þú býrð, hreyfir til hluti, hendir fötum og opnar fyrir pláss svo það renni til þín nýr kraftur í umhverfið þitt. Allt gefur orku eða tekur, ef þú notar ekki föt þurfa þau að fara og eins er með ástina, ef hún er tilgangslaus og hefur verið það lengi, þá er styrkur þinn það mikill að þú munt standa með þér í hverri þeirri vegferð sem kemur til þín.

En það má líka endurnýja ef tilfinningar hafa verið sterkar til þeirra sem snerta hjarta þitt. Það má nefnielga líka sækja þær aftur, en þú verður að nenna því. Þú verður hrifinn af svo mörgu og munt skynja tilfinningar sem þér hefur ekki þú hafa haft áður. Þessi endurnýjun er eins og að vinna í happdrætti, því þú ert svo sannarlega með réttu tölurnar.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál