Nautið: Nú ræður þú

Elsku Nautið mitt, þú kemur þér út úr hvaða fýlupytti sem er með því að vaða meira áfram en þú hefur gert. Þú getur kannski ekki klárað allt sem þú vilt, en á endanum verður útkoman svoleiðis. Fjölskyldan flykkist í kringum þig og þú nýtur þess að hafa þína nánustu næst þér. Það er mikil frjósemi í þessu merki, bæði sem tengist, börnum, barnabörnum, dýr koma á heimilið og frjósemi hugans verður endalaus. Þú hefur þá sterku tilfinningu að þú sért sáttur við sjálfan þig, en engan veginn getur þú verið sáttur fyrir annarra hönd. Hver og einn einstaklingur þarf að bjarga sér sjálfur því þú getur aldrei gengið í annarra fótspor.

Ég ætla að láta þig vita að eftir því sem þér finnst þú hafa minni stuðning frá öðrum, þá eflistu bara margfalt og það eru engin takmörk fyrir því sem þú getur látið gerast. Þegar leiðindi vanans vilja klófesta þig því það hafa þau svo sannarlega gert, þarftu að brjóta af þér þær viðjar til að hrinda því í burtu sem fær þig til þess að ganga sama hringinn. Því þá ertu ekki í tengingu við Alheimsvitundina og þá alls ekki í tengingu við sjálfan þig. Til þess að breyta þessu, ef það háir þér, skaltu ákveða þig og skrifa niður þrjú atriði á hverjum degi, atriði sem hjálpa þér að takast á við og hjálpa þér að sleppa þeim svo lausum.

Þú finnur það hjá þér að þú getur hafa verið alinn upp í því umhverfi að allt var kassalagað og ekkert mátti. En núna ræðurðu sjálfur og Venus er með sína bleiku og fallegu orku til að sýna þér að ef þú ert á lausu, þá skaltu bara horfa aðeins betur á það sem er líklega bara í umhverfi þínu. En þeir sem eru í sambandi skulu byggja upp meiri áhuga og ástríðu til makans, skilyrðislaust og án þess að búast við einhverju til baka. Bleikt er þinn litur yfir þetta sumar og steinninn þinn er hrafntinna sem heldur hinu góða inni og sendir það sem þú átt ekki skilið í burtu.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda