10 mest lesnu fréttir Smartlands 2017

Jón Jónsson og Hafdís Jónsdóttir eiginkona hans á brúðkaupsdaginn sinn.
Jón Jónsson og Hafdís Jónsdóttir eiginkona hans á brúðkaupsdaginn sinn. mbl.is/Stella Andrea

10 mest lesnu fréttir ársins á Smartlandi eru af ýmsum toga. Af fréttalestri vefsins að dæma má sjá að lesendur Smartlands hafa mestan áhuga á samborgurum sínum. 

Best lesna frétt ársins fjallar um heitustu einhleypu konur landsins. Listinn vakti mikla athygli en þess má geta að margar af þeim sem prýða listann eru nú gengnar út. 

Fót­boltamaður­inn Eiður Smári Guðjohnsen og eig­in­kona hans, Ragn­hild­ur Sveins­dótt­ir, skildu á árinu eftir 23 ára samband. 

Ágústa Johanson framkvæmdastjóri Hreyfingar geislaði eins og sólin í Amalíuhöll þegar hún mætti í sérsaumuðum kjól úr Eðalklæðum í veislu Margrétar danadrottningar. 

Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er kallaður tók stóra ákvörðun en hún er að flytja til Tenerife með fjölskylduna. Fréttir af flutningum Svala vöktu mikla athygli á árinu en hann hefur stýrt einum vinsælasta útvarpsþætti landsins, Svali og Svavar á K100, ásamt Svavari Erni. Á næstunni kemur í ljós hvað verður um þá félaga eftir að Svali flytur úr landi. 

Einn vinsælasti söngvari landsins, Jón Jónsson, ákvað að kvænast ástinni, henni Hafdísi. Saman hafa þau gengið lífsins veg síðan á unglingsaldri og ákváðu, eftir að hafa eignast tvö afkvæmi, að láta pússa sig saman. Smartland fylgdist að sjálfsögðu með á hliðarlínunni. 

Svo voru það heitustu piparsveinarnir. Smartland hefur heimildir fyrir því að slegist hafa verið um þessa sveina og margir þeirra komnir á pikkfast. 

Einn vinsælasti pistlahöfundur Smartlands, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, var ekki par hrifin af orðalagi í húsbúnaðarritinu Hús og híbýli. 

Eru öll íslensk heimili að verða eins? Smartland tók saman lista yfir hluti sem landsmenn kunna að meta. 

Alda Jóhanna Hafnadóttir er yngsta móðir á Íslandi. Hún varð barnshafandi þegar hún var 12 ára en var orðin 13 ára þegar gullmolinn hennar, Andrea, fæddist. 

Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson gekk að eiga Kristbjörgu Jónasdóttur við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál