Íslenskir stjörnuskilnaðir árið 2021

Ástin fölnar hjá sumum rétt eins og hún blómstrar hjá öðrum. Nokkur íslensk stjörnupör fóru hvort í sína áttina á árinu 2021. Rétt er þó að hafa í huga að skilnaðir eru ekki bara endalok heldur nýtt upphaf. 

Glúmur og Lína Rut

Mynd­list­ar­kon­an Lína Rut Wil­berg og Glúm­ur Bald­vins­son, odd­viti Frjáls­lynda lýðræðis­flokks­ins, hættu saman í vetur eftir nokkurra mánaða samband.  

Kristján Þór og Gunna Dís

Sveitarstjórinn Kristján Þór Magnús­son og Guðrún Dís Em­ils­dótt­ir, eða Gunna Dís eins og hún er kölluð, fóru hvort í sína áttina. 

Rúrik og Nathalia Soli­ani

Rúrík Gíslason, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, og fyrirsætan Nathalia Soli­ani hættu saman í byrjun sumars. 

Egill og Tanja Ýr

Áhrifa­vald­ur­inn og at­hafna­kon­an Tanja Ýr Ástþórs­dótt­ir og viðskiptamaður­inn Eg­ill Fann­ar Hall­dórs­son hættu saman. 

Jóhanna Guðrún og Davíð 

Tón­list­ar­hjón­in Jó­hanna Guðrún Jóns­dótt­ir og Davíð Sig­ur­geirs­son skildu að borði og sæng.

Solla Eiríks og Elías

Solla Eiríks og Elías Guðmundsson ákváðu að skilja á árinu. 

Margrét og Ari Edwald

Mar­grét Ásgeirs­dótt­ir fjár­fest­ir og Ari Edwald fyrr­ver­andi for­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar hættu að hittast.

Kristín og Sindri

Krist­ín Pét­urs­dótt­ir leik­kona og Sindri Þór­halls­son versl­un­ar­stjóri í fata­versl­un­inni Húrra Reykja­vík hættu saman. 

mbl.is