Eins og 007 í flauelsjökkum

Jakob Frímann Magnússon, Helgi Björnsson og Halldór Benjamín Þorbergsson eru …
Jakob Frímann Magnússon, Helgi Björnsson og Halldór Benjamín Þorbergsson eru allir eitursvalir í flauelinu. Samsett mynd

Það er ekkert nýtt að karlmenn sækist eftir því að líta út eins og njósnari hennar hátignar James Bond. Íslenskir karlmenn á borð við Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og Helga Björnsson tónlistarmann hafa greinilega fengið lánaðan kafla úr bók Daniel Craig sem fór síðast með hlutverk Bond í kvikmyndinni No Time To Die.

Flauelsjakkar hafa verið áberandi á viðburðum nú í vetur. Um helgina klæddist Helgi brúnum flauelsjakka þegar hann tróð upp í afmæli Einars Bárðarsonar. Í sama afmæli var Jakob Frímann Magnússon, Stuð- og alþingismaður, en hann klæddist dökkbláum flauelsjakka. Halldór Benjamín klæddist flauelsjakka bláum að lit þegar hann mætti á Iðnþingi í Hörpu í síðustu viku. 

Það má segja að stórleikarinn Craig hafi komið flauelsjökkunum aftur í tísku þegar hann mætti á frumsýningu No Time To Die í Lundúnum í september á síðasta ári. Þá mætti hann í bleikum jakka sem hann paraði við svartar buxur, hvíta skyrtu og slaufu. 

Rúmum tveimur vikum seinna mætti Vilhjálmur Bretaprins í grænum flauelsjakka þegar Earthshot verðlaunin voru afhent. Leikarinn Jared Leto hefur svo rifið fram hvern flauelsjakkann á fætur öðrum á viðburðum í tengslum við kvikmynd sína House of Gucci. 

Vilhjálmur Bretaprins, Daniel Craig og Jared Leto hafa allir skellt …
Vilhjálmur Bretaprins, Daniel Craig og Jared Leto hafa allir skellt sér út á lífið í flauelsjakka.
mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál