Andri áfram við stjórnvölinn hjá Haukum

Andri Marteinsson þjálfari Hauka.
Andri Marteinsson þjálfari Hauka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Andri Marteinsson þjálfari karlaliðs Hauka í knattspyrnu hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Hafnarfjarðarliðið en Andri hefur stýrt Haukaliðinu undanfarin fjögur ár. Þetta kemur fram á vef félagsins.

Andri tók við þjálfun Hauka þegar liðið lék í 2. deildinni en undir stjórn komst liðið upp í efstu deild og lék þar í sumar í fyrsta skipti í 31 ár. Haukarnir enduðu í næst neðsta sæti og féllu úr Pepsi-deildinni ásamt Selfyssingum en Haukar hafa sett sér það markmið að komast strax aftur upp að ári.


mbl.is