Selfoss lánar Senegala til Hamars

Abdoulaye Ndiaye, lengst til vinstri, í leik gegn KR.
Abdoulaye Ndiaye, lengst til vinstri, í leik gegn KR. Ómar Óskarsson

Úrvalsdeildarlið Selfoss í knattspyrnu hefur fækkað erlendum leikmönnum um einn í sínum hópi því Abdoulaye Ndiaye, framherji frá Senegal, hefur verið lánaður til nágrannanna í 2. deildarliði Hamars í Hveragerði.

Ndiaye, sem er 21 árs, hefur ekki náð að festa sig í sessi í liði Selfyssinga en hann hefur spilað sjö af 12 leikjum þeirra í Pepsi-deildinni, fjóra þeirra í byrjunarliði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert