Vorum betri frá upphafi til enda

Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var skiljanlega sáttur við 3:0-sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í kvöld.

„Ég er gríðarlega ánægður að ná í þrjú stig og halda hreinu þriðja leikinn í röð. Mér fannst við mæta gríðarlega einbeittir til leiks og sköpuðum fullt af færum. Mér fannst við vera mun betri í þessum leik frá upphafi til enda,“ sagði Arnar við mbl.is eftir leikinn.

Kristinn Jónsson átti þátt í öllum þremur mörkum Blika í leiknum og aðspurður um frammistöðu hans sagði Arnar:

„Kiddi er frábær sóknarlega og gerir ótrúlega hluti, en þetta er liðsheild og ég er fyrst og fremst ánægður með það,“ sagði Arnar en nánar er rætt við hann í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert