Gef þessum leik 6,5 til 7 í einkunn

Oliver Sigurjónsson
Oliver Sigurjónsson mbl.is/Árni Sæberg

„Ég myndi gefa þessum leik 6,5 eða 7 í einkunn, þetta var ekkert frábært en við sköpuðum okkur fullt af færum, sem er flott en þarf að skora úr þeim, ekki nóg að skapa þau bara,“ sagði Oliver Sigurjónsson, sem var lykilmaður í 2:1 sigri Blika á ÍA eftir framlengdan leik í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld þegar liðin mættust á Akranesi.

„Ég bjóst ekki við 120 mínútum fyrir þennan leik, sérstaklega þar sem ég var meiddur í síðasta leik svo þetta er ekki gott fyrir kálfana en þetta var hörkuleikur. Við hleyptum þeim inní leikinn með því að leyfa þeim að skora úr föstu leikatriði en við komumst áfram í bikarnum og það ætluðum við að gera. Skagamenn áttu líka fullt af hættulegum færum en það skiptir mestu að komast áfram.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert