Blikar sigruðu í Ólafsvík

Breiðablik sótti fín þrjú stig í Ólafsvík í kvöld er liðið lagði Víking 0:2 í 12. umferð Pepsi deildar karla í knattspyrnu. Blikar komnir með 22 stig en Víkingar áfram með 18 stig. Leikurinn er í beinni textalýsingu hér á mbl.is. 

Í seinni hálfleik opnaðist leikurinn aðeins og liðin sóttu á víxl. Árni Vilhjálmsson kom Blikum yfir með marki á 65. mínútu og Arnþór Ari Atlason bætti öðru markið við með fínu skori á 83. mínútu.

Blikar voru liklegri í fyrri hálfleik en náðu þó ekki að skora. Víkingar vörðust mjög skipulega og voru gríðarlega þolinmóðir.

Víkingur Ó. 0:2 Breiðablik opna loka
90. mín. Bara uppbótatíminn eftir og hann gæti orðið einar þrár mínútur
mbl.is