Guðjón Orri hættur með Selfyssingum

Guðjón Orri Sigurjónsson
Guðjón Orri Sigurjónsson Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Knattspyrnudeild Selfoss hefur rift samningi sínum við markvörðinn Guðjón Orra Sigurjónsson. Þetta er gert í góðu samkomulagi beggja aðila. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá knattspyrnudeild Selfoss.

Guðjón Orri gekk til liðs við Selfyssinga fyrir nýliðið keppnistímabil og lék 31 leik með félaginu í öllum keppnum. Guðjón er uppalinn hjá ÍBV og lék einnig með Stjörnunni áður en hann gekk í raðir Selfyssinga.

„Knattspyrnudeild Selfoss þakkar Guðjóni Orra fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni,“ segir í fréttatilkynningunni.

mbl.is