Fótboltaparið til Eyja?

Elísa Viðarsdóttir til vinstri.
Elísa Viðarsdóttir til vinstri. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Karla- og kvennalið ÍBV í knattspyrnu gætu verið að fá góðan liðsstyrk. Parið Elísa Ósk Viðarsdóttir og Rasmus Christiansen er með tilboð í höndunum frá félaginu en bæði hafa þau verið á mála hjá Val síðustu ár.

Elísa segir val þeirra Rasmusar standa á milli þess að vera áfram að Hlíðarenda eða flytja til Eyja, en þessi 26 ára gamla landsliðskona er uppalin í Eyjum og lék með liðinu út árið 2013 þegar hún hélt í atvinnumennsku til Svíþjóðar. Rasmus lék með ÍBV árin 2010-2012, fyrstu þrjár leiktíðir sínar hér á landi, en fór svo til KR og hefur verið hjá Íslandsmeisturum Vals síðustu tvö ár.

„Við þekkjum bæði klúbbinn og fólkið í Eyjum vel, svo þetta er spennandi kostur,“ segir Elísa í Morgunblaðinu í dag.

Sjá viðtal við Elísu Ósk í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert