Víkingar fengu bara eitt stig yfir lækinn

Willum Þór Willumsson og Davíð Örn Atlason berjast um boltann …
Willum Þór Willumsson og Davíð Örn Atlason berjast um boltann í leiknum í Kópavogi í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Víkingar fengu aðeins eitt stig yfir Kópavogslækinn er þeir mættu toppliði Breiðabliks eftir markalaust jafntefli þegar liðin mættust í blíðunni á Kópavogsvellinum í kvöld og fram fóru síðustu leikir fjórðu umferðar Íslandsmótsins í knattspyrnu karla – Pepsi-deildinni.

Víkingar voru öflugir í byrjun og héldu svo dampi, fengu hvert hornið á fætur öðru og Arnþór Ingi Kristinsson átti þrumuskot rétt framhjá og síðan skalla af stuttu færi en Gunnleifur í marki Breiðabliks varði með tilþrifum.   Eitthvað fikruðu Blikar sig framar á völlinni en mættu þá Halldóri Smára Sigurðssyni og Sölva Geir Ottesen í vörninni en sá síðarnefndi var eins og kóngur á því svæði.

Blikar ætluðu sér meira eftir hlé og Arnþór Ari Atlason, sem kom inná í hálfleik átti gott skot úr vítateig á 47. mínútu og þremur síðar skaut Aron Bjarnason skaut líka framhjá.  Fátt var um færi hjá Víkingum og Blikar mun betri að byggja upp sóknar, sem þó strönduðu á miðvörðum Víkinga flest.  Undir lokin átti Gísli Eyjólfsson þrumuskot sem small í slánni og niður – allt varð vitlaust því Víkingar með á hreinu að boltinn hefði ekki farið yfir línuna en Kópavogsbúar með á hreinu að boltinn hefði farið inn.  Dómarinn sagði nei en nógu flott var skotið.  Heldur lá á Víkingum í lokin og Hendrickx átti frábært skot sem var enn betur varið hjá Andreas Larsen.

Breiðablik 0:0 Víkingur R. opna loka
90. mín. Breiðablik fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert