Sterkur sigur Selfyssinga

Eva Núra Abrahamsdóttir með boltann í kvöld.
Eva Núra Abrahamsdóttir með boltann í kvöld. mbl.is/Hari

Selfoss hafði betur gegn FH 1:0 þegar liðin áttust við í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í kvöld.

Það var Allyson Haran sem sem skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu og með sigrinum komst Selfoss upp í 5. sæti deildarinnar. Liðið er með 15 stig en staða FH á botni deildarinnar er orðin svört. Hafnarfjarðarliðið er eitt og yfirgefið á botnum með aðeins 6 stig og það stefnir allt í að liðið falli úr deild þeirra bestu.

FH-liðið réð ferðinni lengst af leiksins og spilaði á köflum mjög vel en liðinu tókst ekki að brjóta á bak aftur sterkan varnarmúr gestanna sem vörðust vel í leiknum.

Í næstu fjórum leikjum mætir FH toppliðunum fjórum í deildinni svo róðurinn verður þungur fyrir Hafnarfjarðarliðið. Selfoss á hins vegar leik gegn Grindavík í næstu umferð og með sigri í honum ætti sæti í deild þeirra bestu að vera svo til tryggt.

FH 0:1 Selfoss opna loka
90. mín. Leik lokið +3 Sterkur sigur Selfyssinga í höfn.
mbl.is