Niðurstaðan í stuttu máli sú að girða sig í brók

Ásgeir Börkur Ásgeirsson í baráttunni við Bjarni Mark Antonsson fyrr ...
Ásgeir Börkur Ásgeirsson í baráttunni við Bjarni Mark Antonsson fyrr í sumar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Eftir langa bið komst Fylkir loksins á sigurbraut á ný þegar liðið skemmdi Þjóðhátíðina fyrir heimamönnum með 1:0-sigri á ÍBV um liðna helgi fyrir framan 1.577 áhorfendur á Hásteinsvelli. Fyrir utan fyrsta korterið var Fylkisliðið í heild sterkari aðilinn í leiknum og munaði þar mikið um Ásgeir Börk Ásgeirsson á miðjunni sem vann gríðarlega vel fyrir liðið. Ásgeir Börkur fékk 2M frá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína í leiknum og er sá leikmaður sem fjallað verður um að lokinni 15. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu.

Mikilvægur sigur

Fyrir leikinn gegn ÍBV hafði Fylkir ekki unnið leik í næstum tvo mánuði. Sigurinn var því mjög kærkominn. „Eftir á að hyggja var þetta leikur sem við þurftum að vinna ef við ætluðum okkur einhverja hluti. Sem betur fer unnum við þennan leik sem var gífurlega mikilvægt.“

Spurður út í frammistöðu hans í leiknum sagði Ásgeir Börkur að liðið sem heild hefði spilað vel og að það hefði gert honum auðveldara fyrir inn á vellinum: „Ég held að maður spili bara eins vel og liðið leyfir og kannski fyrir utan þessar fyrstu 10. mínútur vorum við að mínu viti frábærir. Við vorum þéttir og Aron markmaður frábær og strákarnir þar fyrir framan frábærir og þegar liðið er þétt er vinnan fyrir okkur hina auðveldari.“

Inntur eftir því hvernig honum hefði fundist að spila á miðri Þjóðhátíð sagði hann að það hefði verið mjög skemmtilegt: „Það var frábært. Við fengum gott veður, það var fullt af fólki og bara stemning. Við erum stemningslið og þetta voru aðstæður sem hentuðu okkur vel. Við skoruðum snemma og það gaf okkur sjálfstraust.“

Sjáðu viðtalið við Ásgeir í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag ásamt úrvalsliði 15. umferðar Pepsi-deildar karla og stöðunni í M-gjöfinni.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »