Ásgeir Börkur á leið í HK?

Ásgeir Börkur Ásgeirsson í leik með Fylki.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson í leik með Fylki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásgeir Börkur Ásgeirsson, sem hefur verið fyrirliði knattspyrnuliðs Fylkis um árabil, gæti verið á leið til nýliða HK og spilað með þeim í Pepsi-deild karla á komandi keppnistímabili.

Fyrr í vetur ákvað Ásgeir Börkur að segja skilið við Fylkismenn og leita fyrir sér annars staðar. Hann lék með HK í kvöld þegar liðið mætti Grindavík í Fótbolti.net mótinu í Kórnum í Kópavogi.

Samkvæmt heimildum mbl.is er ekkert frágengið en Ásgeir Börkur æfir með HK um þessar mundir. Hann er 31 árs og hefur spilað 139 leiki með Fylki í efstu deild en auk þess leikið með GAIS í Svíþjóð og Sarpsborg í Noregi.

Leikur HK og Grindavíkur endaði 1:1. Aron Jóhannsson kom Grindavík yfir á 55. mínútu en Birkir Valur Jónsson skoraði jöfnunarmark HK á 72. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert