Komið að uppgjörinu

Laugardalsvöllur.
Laugardalsvöllur. Ljósmynd/KSÍ

Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, og Geir Þorsteinsson sem var formaður í áratug á undan Guðna, eru tveir í framboði til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í Reykjavík á laugardaginn. Segja má að um frestaðan leik sé að ræða en Geir hætti óvænt við framboð fyrir tveimur árum, þegar Guðni bauð sig fyrst fram.

Í kjöri á þinginu í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum hafði Guðni betur í baráttu við Björn Einarsson með 83 atkvæðum gegn 66. Það eru forráðamenn knattspyrnufélagana í landinu sem hafa atkvæðisrétt og á þinginu í ár hafa alls 152 fulltrúar atkvæðisrétt, eins og nánar er rakið hér að neðan.

Báðir eru þeir Geir og Guðni kokhraustir fyrir komandi þing. Geir viðurkennir að eftir annasöm ár hafi hann einfaldlega þurft á hvíld að halda og því ákveðið að stíga til hliðar 2017. Nú sé hann með nýjar hugmyndir sem hann vilji hrinda í framkvæmd og ólmur í að taka til starfa á nýjan leik. Guðni hefur eins og fyrr segir ekki verið lengi við stjórnvölinn en kveðst ánægður með þá braut sem KSÍ sé á og segir horfur íslenskrar knattspyrnu bjartar, en Geir segir þörf á breytingum:

Fréttaskýringu Sindra er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Geir Þorsteinsson KSÍ
Geir Þorsteinsson KSÍ mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert