Hafrún skaut Aftureldingu áfram

Hafrún Rakel Halldórsdóttir tryggði Aftureldingu sigurinn í kvöld.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir tryggði Aftureldingu sigurinn í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjögur lið tryggðu sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni kvenna í knattspyrnu en dregið verður til 16-liða úrslitanna á föstudaginn.

Mesta spennan var í viðureign Aftureldingar og Grindavíkur. Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn 4:4 en Afturelding tryggði sér sigurinn á lokamínútu í framlengingunni. Hafrún Rakel Halldórsdóttir var hetja Mosfellinga en hún skoraði sigurmarkið, beint úr aukaspyrnu, með síðustu spyrnu leiksins, og skoraði þrennu í leiknum.

Úrslitin í kvöld:

Völsungur - Sindri 2:0
Afturelding - Grindavík 5:4
Augnablik - Grótta 4:1
Tindastóll - Hamrarnir 8:1

Auk sigurliðanna í kvöld verða ÍA, Þróttur og liðin tíu í Pepsi Max-deildinni í pottinum þegar dregið verður til 16-liða úrslitanna á föstudaginn.

mbl.is