Ísland upp um fimm sæti á FIFA-listanum

Frá viðureign Íslands og Færeyja.
Frá viðureign Íslands og Færeyja. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu fer upp um fimm sæti og er í 17. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

Frá því síðasti styrkleikalisti var gefinn út hefur íslenska liðið spilað fjóra leiki. Það vann S-Kóreu 3:2 og gerði 1:1 jafntefli. Þá vann það lið Finnlands 2:0 og gerði markalaust jafntefli. Af Evrópuþjóðum er Ísland í 10.sæti á listanum

Tíu efstu þjóðirnar á styrkleikalistanum eru:

1. Bandaríkin
2. Þýskaland
3. Holland
4. Frakkland
5. England
6.Svíþjóð
7. Kanada
8. Ástralía
9. N-Kórea
10. Brasilía

Sjá allan FIFA-listann

mbl.is