Elfar í þriggja leikja bann

Elfar Freyr Helgason í leiknum gegn Víkingi.
Elfar Freyr Helgason í leiknum gegn Víkingi. mbl.is/Arnþór

Elfar Freyr Helgason, knattspyrnumaður hjá Breiðabliki, var í dag úrskurðaður í þriggja leikja bann í bikarkeppni KSÍ. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði í dag. 

Elfar Freyr fékk beint rautt spjald fyrir ljótt brot á Víkingnum Ágústi Eðvald Hlynssyni í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í síðustu viku. Í kjölfarið tók hann rauða spjaldið af Þorvaldi Árnasyni, dómara leiksins, og kastaði því í grasið. 

Leikbönn og spjöld í deildar- og bikarkeppnum eru aðskilin og fer Elfar því ekki í bann í deildinni. Hann gæti hins vegar þurft að bíða í meira en þrjú ár eftir næsta bikarleik, fari svo að hans félag falli úr leik í fyrstu umferð næstu þrjú árin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert