Hádramatík í Smáranum

Leikmenn Breiðabliks fagna marki sínu en leikmenn Vals eru sársvekktir.
Leikmenn Breiðabliks fagna marki sínu en leikmenn Vals eru sársvekktir. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki réðust úrslitin á Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvellinum í gærkvöldi. Heiðdís Lillýjardóttir kom í veg fyrir það þegar hún skallaði í netið hjá Val eftir hornspyrnu Öglu Maríu Albertsdóttur í lok uppbótartíma og tryggði Breiðabliki 1:1 jafntefli.

Dramatíkin var mikil því Blikar höfðu einfaldlega ekki meiri tíma til að kreista fram mark. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var með skeiðklukku um hálsinn að hætti sundþjálfara og tjáði blaðamönnum að tæpar sex mínútur hefðu verið komnar fram yfir venjulegan leiktíma þegar markið var skorað.

Valur er eins og áður með tveggja stiga forskot fyrir lokaumferðina. Valur fær þá Keflavík í heimsókn á Hlíðarenda og fagnar Íslandsmeistaratitli á heimavelli með sigri gegn liði sem er fallið í næstefstu deild. Nákvæmlega sama staða kom upp hjá þessum félögum í lokaumferðinni á Íslandsmóti karla í fyrra.

Ljóst er að lið sem ekki hefur tapað leik þegar aðeins ein umferð er eftir af deildinni hefur unnið fyrir því að verða Íslandsmeistari. Nú er hægt að segja það um bæði þessi lið, Breiðablik og Val, en þau gerðu jafntefli í báðum leikjum sínum í deildinni. Að vissu leyti var um endurtekið efni að ræða í gær því í báðum þessum leikjum var Valur yfir en Breiðablik jafnaði seint í leikjunum.

Sjá alla greinina um leikinn og aðra leiki í Pepsi Max-deild kvenna á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »