Kolbeinn, Alfreð og Jón Daði byrja allir

Ísland mætir Tyrklandi í dag.
Ísland mætir Tyrklandi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Byrjunarlið íslenska landsliðsins í fótbolta sem mætir Tyrklandi ytra hefur verið gert opinbert. Framherjarnir Kolbeinn Sigþórsson, Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson eru allir í byrjunarliðinu.

Flautað verður á klukkan 17 og er leikurinn afar mikilvægur í baráttunni um að komast í lokakeppni EM. Ísland verður að vinna til að eiga einhvern möguleika á að komast í keppnina, án þess að fara í gegnum umspil. Tyrkjum nægir jafntefli til að komast áfram.

Jóhann Berg Guðmundsson er ekki með í verkefninu vegna meiðsla spilar Jón daði því á hægri kantinum í hans stað. Kolbeinn og Alfreð leika svo saman frammi. Annað kemur lítið á óvart.

Markmaður: Hannes Þór Halldórsson

Vörn: Guðlaugur Victor Pálsson, Ragnar Sigurðson, Kári Árnason, Ari Freyr Skúlason

Miðja: Jón Daði Böðvarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason, Arnór Ingvi Traustason

Sókn: Kolbeinn Sigþórsson, Alfreð Finnbogason

mbl.is