Ísland í neðsta styrkleikaflokknum

Ísland er á leið í umspil en Tyrkland er öruggt …
Ísland er á leið í umspil en Tyrkland er öruggt um EM-sæti. AFP

Íslendingar fá að vita næsta föstudag hverjum karlalandsliðið í fótbolta mætir í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars.

Einnig kemur í ljós hvaða andstæðingar gætu beðið liðsins í úrslitaleik 31. mars, og hvort sá leikur færi fram á heimavelli Íslands (Laugardalsvelli eða velli nágrannaþjóðar eins og Danmerkur ef völlurinn í Laugardal verður ekki tilbúinn) eða andstæðingsins.

En hvað svo? Komist Ísland á EM í gegnum umspilið ætti þegar að vera orðið ljóst í hvaða riðli liðið myndi leika í í lokakeppni EM, og í hvaða löndum, því leikið er víða um Evrópu. Það verður nefnilega dregið í riðla fyrir EM laugardaginn 30. nóvember, þrátt fyrir að aðeins verði 20 lið af 24 komin inn á mótið. Hin fjögur bætast við eftir A-, B-, C- og D-umspilin í lok mars.

Sjá umfjöllun um næstu viðfangsefni landsliðsins í knattspyrnu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert