Ein sú efnilegasta í Stjörnuna

Sædís Rún Heiðarsdóttir er gengin í raðir Stjörnunnar.
Sædís Rún Heiðarsdóttir er gengin í raðir Stjörnunnar. Ljósmynd/Stjarnan

Knattspyrnudeild Stjörnunnar hefur gengið frá samningi við Sædísi Rún Heiðarsdóttur. Sædís er aðeins 15 ára gömul og á leiki með U16 og U17 ára landsliðum Íslands og kemur frá Víkingi í Ólafsvík.

Sædís lék ekki deildaleik með Víkingi í meistaraflokki, en á að baki fjóra leiki í deildabikarnum.

„Það er mikið fagnaðarefni að Sædís Rún, sem er ein af efnilegri knattspyrnustúlkum landsins, hafið valið að ganga til liðs við okkur í Stjörnunni," segir í tilkynningu á Facebook-síðu Stjörnunnar.

mbl.is