Gríðarlegar áhyggjur af fjármálum íslensku knattspyrnuliðanna

Valur og KR eiga að mætast í fyrsta leik Íslandsmótsins …
Valur og KR eiga að mætast í fyrsta leik Íslandsmótsins en óvíst er hvenær það verður. mbl.is/Hari

Íslenskur toppfótbolti, ÍTF, hagsmunasamtök félaga í efstu deildum karla og kvenna, lýsa yfir gríðarlegum áhyggjum af fjármálum félaganna en þetta kemur fram í fundargerð sem ÍTF birti í kvöld í kjölfar stjórnarfundar sem haldinn var í dag.

Fram kemur að kallað verði eftir viðbrögðum frá KSÍ og yfirlýsingin verði send á ÍSÍ, menntamálaráðherra og fjármálaráðherra.

Fundargerð ÍTF

Í fundargerðinni kemur ennfremur fram að tillaga frá mótanefnd KSÍ varðandi seinkun á Íslandsmótinu sem á að hefjast 22. apríl hafi verið samþykkt: „að því gefnu að félögin hafi að minnsta kosti þrjár vikur frá því að samkomubanni lýkur að mótahald hefjist. Verði samkomubann framlengt verður staðan endurmetin.“

Samkvæmt því óskar ÍTF eftir því að Íslandsmótið byrji í fyrsta lagi 3. maí ef samkomubannið sem stendur til 12. apríl verður ekki framlengt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert