Leikmaður úr karlaliði Breiðabliks í sóttkví

Einn leikmaður Blika er í sóttkví.
Einn leikmaður Blika er í sóttkví. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn leikmaður úr karlaliði Breiðabliks hefur verið sendur í sóttkví eftir að leikmaður kvennaliðsins greindist með kórónuveiruna í gær.

Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri Breiðabliks, staðfesti þetta í samtali við 433.is í kvöld en í fréttatíma RÚV sagði Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn að allt liðið þyrfti hugsanlega að fara í sóttkví. Hann staðfesti svo á Twitter að svo væri ekki.

Allt kvennalið Blika er í sóttkví en fyrr í kvöld kom í ljós að enginn leikmaður Selfoss væri smitaður þrátt fyrir grun um slíkt.

mbl.is