Fjölnismenn að fá danskan liðsstyrk

Fjölnismenn eru komnir með liðsstyrk frá Danmörku.
Fjölnismenn eru komnir með liðsstyrk frá Danmörku. mbl.is/Arnþór Birkisson

Fjölnir hefur styrkt sig á lokadegi félagsskiptagluggans þar sem liðið hefur samið við Christian Sivebæk, sóknarmann frá Viborg í Danmörku. Bold í Danmörku greinir frá. 

Sivebæk er 32 ára og getur leikið sem framherji og kantmaður. Skoraði hann sjö mörk og lagði upp sex til viðbótar fyrir Viborg í dönsku B-deildinni á leiktíðinni. 

Sivebæk er sonur John Sivebæk, sem lék 87 landsleiki fyrir Danmörku á sínum tíma og spilaði m.a. eitt tímabil með Manchester United.

Fjölnismenn eru með eitt stig eftir þrjá leiki í Pepsi Max-deildinni en liðið gerði jafntefli við Víking Reykjavík í fyrsta leik en tapaði síðan fyrir Stjörnunni og Breiðabliki. 

mbl.is