Afturelding heldur áfram að raða inn mörkum

Leikmenn Aftureldingar fagna í Mosfellsbæ í dag.
Leikmenn Aftureldingar fagna í Mosfellsbæ í dag. mbl.is/Sigurður Unnar

Afturelding vann sinn annan sigur í röð í Lengjudeild karla í knattspyrnu þegar liðið lagði Leikni Fáskrúðsfirði að velli, 4:0, í Mosfellsbæ í dag.

Mosfellingar töpuðu fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni en hafa nú unnið síðustu tvo og er í 7. sæti deildarinnar en þeir fara upp fyrir Leiknismenn með sigrinum, sem einnig hafa tvö stig og höfðu unnið tvo síðustu leiki sína fyrir daginn í dag.

Jason Daði Svanþórsson kom heimamönnum á bragðið eftir um hálftímaleik og þeir Ísak Atli Kristjánsson, Andri Freyr Jónasson og Alexander Aron Davorsson bættu við mörkum í síðari hálfleik til að innsigla stórsigurinn en Afturelding hefur nú skorað 11 mörk í síðustu tveimur leikjum og ekki fengið á sig eitt einasta, liðið vann Magna 7:0 í síðustu umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert