Leikið fyrir luktum dyrum í kvöld

Engir áhorfendur verða á leikjum kvöldsins.
Engir áhorfendur verða á leikjum kvöldsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leikið verður án áhorfenda í þeim sjö leikjum sem eru á dagskrá í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í kvöld og munu leikirnir fara fram áhorfendalausir í kjölfar nýrra tilmæla yfirvalda um hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta staðfesti Knattspyrnusamband Íslands rétt í þessu.

Yf­ir­völd hafa biðlað til íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar að fresta öll­um íþrótta­mót­um og keppn­um full­orðinna í tíu daga eða þar til 10. ág­úst en tilmælin eiga að taka gildi í hádeginu á morgun. Stjórn KSÍ fundaði í dag um þessar nýju aðgerðir og var samþykkt að leikirnir í kvöld færu fram samkvæmt dagskrá en án áhorfenda.

Jafnframt samþykkti stjórnin að fresta leikjum í meistara- og 2. flokki karla og kvenna frá 31. júlí til og með 5. ágúst. Síðan verður staðan endurmetin í samráði við heilbrigðisyfirvöld.

Leikirnir í kvöld
KA - ÍBV
FH - Þór
Breiðablik - Grótta
KR - Fjölnir
Fram - Fylkir
HK - Afturelding
Víkingur R. - Stjarnan
Valur - ÍA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert