Spila þarf leik­ina áður en stór­sigr­ar eru sett­ir inn í úr­slita­kerfið

Úr leik FH og Gróttu.
Úr leik FH og Gróttu. mbl.is/Arnþór Birkisson

Nýliðarnir í Þrótti hafa spjarað sig vel í Pepsí Max-deild kvenna í sumar. Í það minnsta er ekki auðvelt að leggja liðið að velli. Þróttur hefur tapað þremur af fyrstu átta leikjunum. Fyrirfram var búist við því að nýliðarnir Þróttur og FH myndu eiga erfitt sumar í efstu deild. FH-ingar eru í verri málum með einn sigur og sex töp.

Ljóst hefur verið undanfarin ár að styrkleikamunurinn á tveimur efstu deildunum er mikill. Eins og gengur. Þrótti gengur hins vegar nokkuð vel í sumar og í fyrra voru nýliðarnir öflugir. Fylkir hefur byggt upp sterkt lið og Keflavík hefði hæglega getað haldið sér uppi en féll. Er þetta í það minnsta vísbending um að sterkustu liðin í b-deildinni geti staðið í liðum í efstu deild.

Hjá körlunum var ekki búist við miklu af Gróttu og Fjölni. Grótta hafði farið upp um tvær deildir á jafn mörgum árum og Fjölnismenn eru ekki með stór nöfn í sínum leikmannahópi. Ekki vantaði hrakspárnar varðandi Gróttu. Liðið átti að vera fallbyssufóður og þar fram eftir götunum. Enn er fyrirkomulagið þó þannig hjá KSÍ að spila þarf leikina áður en stórsigrar eru settir inn í úrslitakerfið.

Bakvörðinn í heild má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert