Olga áfram hjá ÍBV

Olga Sevcova í leik gegn FH í sumar.
Olga Sevcova í leik gegn FH í sumar. Árni Sæberg

Olga Sevcova hefur framlengt samning sinn við kvennalið ÍBV í knattspyrnu um eitt ár. Olga spilaði 15 leiki fyrir liðið í Pepsi Max-deildinni í sumar og skoraði þrjú mörk.

Olga er fastamaður í lettneska landsliðinu þar sem hún hefur leikið 54 landsleiki og getur spilað flestar stöður framarlega á vellinum. Í yfirlýsingu frá ÍBV segir að félagið bindi miklar vonir við Olgu á komandi tímabili.

ÍBV slapp naumlega við fall úr Pepsi Max-deildinni í ár þegar mótið var blásið af að tveimur umferðum óloknum vegna kórónuveirufaraldursins. Endaði liðið með 17 stig í 16 leikjum, aðeins einu stigi meira en FH sem féll niður í 1. deildina ásamt KR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert