Framlengdi í Keflavík

Kian Paul Williams í leik með Keflavík í sumar.
Kian Paul Williams í leik með Keflavík í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Englendingurinn Kian Paul Williams hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Keflavíkur út tímabilið 2022.

Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en leikmaðurinn gekk til liðs við Keflavík frá Magna á Grenivík fyrur síðasta keppnistímabil.

Hann skoraði fimm mörk í fjórtán leikjum fyrir Keflavík í 1. deildinni, Lengjudeildinni, síðasta sumar en Keflavík var í efsta sæti deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins og leikur því í efstu deild næsta sumar.

Alls á hann að baki 24 meistaraflokksleiki hér á landi fyrir Magna og Keflavík þar sem hann hefur skorað átta mörk en hann er uppalinn hjá Leicester á Englandi.

Kian spilaði hrikalega vel með Keflavík á liðnu tímabili og var valinn efnilegasti leikmaður tímabilsins,“ segir í tilkynningu Keflvíkinga.

„Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir okkur Keflvíkinga að Kian ætli að halda áfram!“ segir enn fremur í tilkynningu Keflvíkinga.

mbl.is