Rúnar Páll hættur með Stjörnuna

Rúnar Páll Sigmundsson er hættur hjá Stjörnunni eftir átta ára …
Rúnar Páll Sigmundsson er hættur hjá Stjörnunni eftir átta ára starf.

Rúnar Páll Sigmundsson hefur látið af störfum sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu.

Rúnar Páll hefur verið þjálfari liðsins síðastliðin átta ár og stýrði Stjörnunni til Íslandsmeistaratitils á fyrsta tímabili sínu með liðið árið 2014, auk bikarmeistaratitils árið 2018.

Í tilkynningu frá knattspyrnudeild Stjörnunnar, sem Sæmundur Friðjónsson formaður deildarinnar undirritar, segir:

„Rúnar Páll Sigmundsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Stjörnunni. Forsvarsmenn félagsins og hann hafa komist að samkomulagi um starfslok. Þar af leiðandi mun Rúnar Páll ekki leiða liðið í annarri umferð í Pepsi Max-deildinni næstkomandi sunnudag þegar liðið mætir Keflavík á útivelli.

Undir stjórn Rúnars hefur liðið átt sitt farsælasta tímabil í sögu félagsins og varð meðal annars Íslandsmeistari 2014 og bikarmeistari 2018. Liðið hefur einnig unnið sér inn þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða 6 sinnum á þessum átta árum ávallt verið meðal efstu fjögurra liða úrvalsdeildar.

Starfsmenn félagsins, stjórnarmenn, þjálfarar, leikmenn, sjálfboðaliðar, stuðningsmenn og aðrir velunnarar Stjörnunnar vilja nýta tækifærið og senda Rúnari Páli einstakar þakkir fyrir framúrskarandi starf og frábær ár með félaginu!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka