Stefna á að spila lokaumferðina á laugardag

Lokaumferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu fer fram á laugardaginn kemur …
Lokaumferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu fer fram á laugardaginn kemur eins og staðan er í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum ekki komin á það stig ennþá að við séum farin að skoða það að færa lokaumferðina eitthvað sérstaklega,“ sagði Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, í samtali við mbl.is í dag.

Lokaumferð úrvalsdeildar karla, Pepsi Max-deildarinnar, fer fram laugardaginn 25. september næstkomandi en veðurspáin fyrir helgina er afar slæm.

Á föstudaginn er hins vegar spáð góðu veðri og hefur það verið í umræðunni á samfélagsmiðlum undanfarna daga að það gæti verið hentugt að færa leikina fram á föstudag.

„Það er bara þriðjudagur í dag en við fylgjumst grannt með veðurspánni næstu daga,“ sagði Birkir.

„Við reynum að sjálfsögðu að taka réttar ákvarðanir þegar nær dregur og við vitum meira. Eins og staðan er í dag þá verður lokaumferðin spiluð á næsta laugardag,“ bætti mótastjórinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert