Óheiðarleiki Pablos borgaði sig

Pablo Punyed (t.v.) slapp með skrekkinn gegn Vestra.
Pablo Punyed (t.v.) slapp með skrekkinn gegn Vestra. Ljósmynd/Geir A. Guðsteinsson

Í íþróttum er stundum talað um að hlutirnir jafnist út þegar kemur að ákvörðunum þeirra sem annast dómgæsluna. Í boltagreinum komi lið vel út úr vafaatriðum í einum leik og illa út í öðrum leik.

Kannski mætti segja að hlutirnir hafi jafnast út hjá Víkingum á KR-vellinum. Í fyrra urðu þeir fyrir barðinu á leikaraskap í fyrstu brottvísun af þremur í leik á móti KR. Um síðustu helgi sluppu þeir hins vegar afskaplega vel gegn Vestra í undanúrslitum bikarsins.

Víkingurinn Pablo Punyed tók mikla áhættu þegar hann felldi Nicolaj Madsen hjá Vestra í eigin vítateig í fyrri hálfleik. Þar sem brotið var viljandi þá hefði mögulega rautt spjald fylgt vítaspyrnudómi. Í tilfelli sem þessu eru augu dómarans, Egils Arnars, væntanlega á boltanum og fyrirgjöfinni. Varadómarinn, Helgi Mikael, ætti líklega að fylgjast með vítateignum. Sá hinn sami og dæmdi hasarinn hjá Víkingi og KR í fyrra. Hann þyrfti vitaskuld að sjá brotið hjá Pablo 100% til að taka ákvörðunina.

Ekkert var dæmt og óheiðarleiki Pablos borgaði sig í þessu tilfelli. Vonandi voru ekki of margir ungir iðkendur að fylgjast með leiknum. Atviki sem þessu má draga lærdóm af enda mikilvægi leiksins geysilegt.

Bakvörð Kristjáns má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert