Sex breytingar frá síðasta leik

Kristall Máni Ingason kemur inn í byrjunarliðið.
Kristall Máni Ingason kemur inn í byrjunarliðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari íslenska U21-árs landsliðsins í knattspyrnu karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Portúgal í undankeppni EM. Hann gerir alls sex breytingar á liðinu frá síðasta leik gegn Grikklandi í síðasta mánuði.

Jökull Andrésson, Finnur Tómas Pálmason, Ágúst Eðvald Hlynsson, Viktor Örlygur Andrason, Kristall Máni Ingason og Sævar Atli Magnússon koma allir inn í byrjunarliðið.

Þeir Elías Rafn Ólafsson, Birkir Heimisson, Kristian Nökkvi Hlynsson, Stefán Árni Geirsson, Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Egill Ellertsson detta úr liðinu.

Af leikmönnunum sex sem detta út eru aðeins tveir á varamannabekknum í dag; Birkir og Stefán Árni. Hinir fjórir voru og eru í öðrum verkefnum; Elías Rafn og Mikael Egill með A-landsliðinu og Kristian og Hákon Arnar með U19-ára landsliðinu.

Byrjunarlið Íslands:

Markverðir: Jökull Andrésson

Varnarmenn: Valgeir Lunddal Friðriksson, Ísak Óli Ólafsson, Finnur Tómas Pálmason, Atli Barkarson

Miðjumenn: Ágúst Eðvald Hlynsson, Kolbeinn Þórðarson (fyrirliði), Viktor Örlygur Andrason

Sóknarmenn: Bjarki Steinn Bjarkason, Sævar Atli Magnússon, Kristall Máni Ingason

mbl.is